Túlkunin

Ég hjó eftir nokkrum atriðum í [annars frekar ruglingslegri] hugvekju dagsins frá biskup í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Biskup talar um að hægt sé að skaða, spilla, eyða og deyða með orðinu. Þar er ég sammála honum. Enda hefur það margoft verið gert. Og hann talar líka um mikilvægi þess að túlka orðið og að vera ekki að endurtaka í sífellu einstakar ritningargreinar.

Og þar erum við kannski komin að kjarna málsins. "Orðið" er einskis virði eitt og sér, það sem skiptir máli er hvernig það er túlkað. Túlkunin eru svo háð samtímanum og tíðarandanum hverju sinni. Túlkunin er það sem skiptir máli.

Og ef túlkunin er málið, er þá ekki "orðið" orðið óþarft? Mætti ekki þess vegna nota eitthvert vel valið safn ævintýrasagna. Eða enn betra, einfaldlega sleppa sögusafninu úr samhenginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Orð eru dauð séu þau ekki lesin. Þau lifna aðeins við þegar þau eru túlkuð. Líkið er óútreiknanlegt.

Njóttu dagsins, Valgarður!

Hrannar Baldursson, 19.4.2010 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband