Þarf nýja stjórnarskrá?

Já.

Ekki endilega vegna þess að hér hafi orðið hrun. Ég hef talað um í nær 25 ár aö það séu einfaldlega allt of margir gallar, bæði tæknilegir og hvað varðar innihaldi.

Mannréttindaákvæðin hafa verið bætt á þessum tíma, sem er gott, en ég held að það megi gera enn betur.

Algeng rökin gegn nýrri og/eða breyttri stjórnarkrá eru annars vegar að kostnaðurinn við verkið sé of hár og hins vegar að mun brýnni verkefni þoli ekki bið.

Þetta eru auðvitað gildar athugasemdir. En fyrir mitt leyti vegur þyngra að kostnaðurinn er í sjálfu sér ekki það mikill í stóru samhengi og við erum nú einu sinni vel á fjórða hundrað þúsund og eigum alveg að ráða við nokkur verkefni í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvernig hefði verið undanfarna ára tugi að fara eftir stjórnarskránni. Hvernig verður ný stjórnarskrá ef ekki verður farið eftir henni. Það er ekkert að þessari stjórnarskrá nema hún leifir ekki yfirfærslu valds á önnur ríki ég sagði ekkert að stjórnarskránni en þessi hluti er þyrnir í augum ESB sinna.

Valdimar Samúelsson, 22.11.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Stjórnarskráin er eiginlega of gölluð eða óskýr til að hægt sé að fara eftir henni með góðu móti.

Hitt er rétt að það er til lítils að skrifa nýja stjórnarskrá ef ekki verður farið eftir henni.

En vonandi næst að klára nýja stjórnarskrá sem sátt er um og farið verður eftir.

Valgarður Guðjónsson, 22.11.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi nú bara ef það er hægt að koma með stjórnarskrá á sex mánuðum þá er hún tilbúinn núna. Það er einhver maðkur í misunni við allt þetta. Stjórnarskrár eru ekki einhvað sem menn koma sér upp á svona stuttum tíma. Ef hinsvegar er meiningin að innleiða ESB stjórnarskránna með offorsi eins og hefir verið gert hér með ESB málin þá vil ég heldur hafa gömlu eins og hún er.

Valdimar Samúelsson, 22.11.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég hefði kosið lengri tíma, en þjóðfundurinn er ákveðinn grunnur, fyrir utan að fullt af fólki er búið að leggja vinnu í hugmyndir - skoða stjórnarskrár annarra ríkja og benda á hluti sem betur mega fara.

Ég þekki nokkuð marga frambjóðendur sem ég hef kynnst alveg frá því að þessi hugmynd kom fram.

Ég þekki engan sem fer þarna inn á annarlegum forsendum, hef heyrt af örfáum, en mikill meirihluti frambjóðenda er þarna af heilum hug og með það eitt að markmiði að gera betri stjórnarskrá.

Valgarður Guðjónsson, 22.11.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband