Að vinna nýja stjórnarskrá

Einn þáttur liggur oft á milli hluta þegar vinna við nýja stjórnarskrá er til umræðu og það er hverjir veljast á stjórnlagaþingið.

Það skiptir nefnilega ekki bara máli hvaða stefnumál frambjóðandi hefur heldur líka að hann geti tekið þátt í vinnu eins og endurskrift stjórnarskrárinnar er.

Nú er ekki hugmyndin að setja mig á háan hest, (ekki mjög að minnsta kosti) en ein af ástæðunum fyrir að ég tel mig eiga erindi á stjórnlagaþing er að ég þykist eiga gott með að vinna úr upplýsingum og hugmyndum, greina aðalatriði frá aukaatriðum, greina markmið frá leiðum og taka rökum þegar nýjar og betri upplýsingar, ný rök eða önnur nálgun kemur fram.

Ég hef vissulega ákveðnar skoðanir á mörgum þáttum í nýrri stjórnarskrá. En ég er tilbúinn að hlusta.

Ég hef til dæmis lengi talað fyrir jöfnu vægi atkvæða og að landið verið eitt kjördæmi. Markmiðið, og það sem skiptir mig máli, er jöfnun atkvæðisréttar. Það að hafa landið eitt kjördæmi er auðvitað ein leið til að ná því markmiði. En það er ekki eina leiðin og ég hallast að því að jafn atkvæðisréttur eigi að vera skilgreindur í stjórnarskrá. En leiðin að þessu markmiði má einfaldlega vera í lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Valgarður: Mér líst vel á margt sem þú hefur fram að færa til stjórnlagaþings.

þú ert ofarlega á möguleikalista mínum..kv.

hilmar jónsson, 24.11.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Takk fyrir það..

Valgarður Guðjónsson, 24.11.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband