Enn ein þvælan orðin að "frétt"

Eru í alvörunni engin takmörk á þvælunni sem birtast sem "fréttir"?

Nei, auðvitað ekki, en þetta toppaði samt á svo mörgum sviðum.

"Ekki sjáanleg með berum augum"... sem sannast hvernig?

Og ef rétt er, hvort er líklegra, galli í myndavélinni / linsunni / símanum eða geimskip? Ef þetta eru "geimskip" er þá símamyndavélin orðin "skyggn" (þeas. á geimskip)? Hvaða eiginleikar símamyndavélar nema breytingar á ljósi sem mannlegt auga greinir ekki?

Og ef þetta er ekki sjáanlegt með berum augum, hvers vegna sést þetta með berum augum á myndinni?

"Hann þvertekur fyrir að um fölsun sé að ræða" - ég kann líka á PhotoShop og get þvertekið fyrir hvað sem er til að komast í blöðin - að ég tali nú ekki um ef ég fæ borgað fyrir, sem bresku blöðin eru örugglega nógu vitlaus til að gera.

 


mbl.is Geimverur yfir London?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Briem

Mér finnst líklegast að um hafi verið að ræða birtuskilyrði sem ekki sáust nákvæmlega svona með berum augum, en myndavélin greip svona sökum filter-stillinga. Skýjalagið hefur verið þynnra þarna eða eitthvað.

Algjörlega fáránlegt, en það er víst til fólk sem tekur hvað sem er trúanlegt því það langar til að trúa.

Alexandra Briem, 26.3.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband