Góð (óvart) hugmynd biskups

Ég sé í jólahugvekju umsjónarmanns kirkjunnar á Íslandi að honum var boðið á sýningu í leikskóla á dögunum. Og þó hann tali nú vel um framlag barnanna og starfsfólksins þá er kjarninn sá að hann er að kvarta yfir að ekki sé verið að velta börnunum upp úr ævintýrasögunum sem kirkjan heldur á lofti.

Og segir:

Ætli stefni í það að eini staðurinn utan heimilanna sem leyft verði að rifja upp sögu jólaguðspjallsins og nefna höfuðpersónur hennar á nafn sé í kirkjunum?

Einmitt!

Loksins virðist vera að síast inn sú hugmynd hjá höfði kirkjunnar að þessi skáldskapur á hvergi annars staðar heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þér illa við kristilega, góða siði, eða hvað ræður óhelgi þinni Valgarður?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"kristilega, góða siði"

Hvað er það?

Ég þekki kristilega siði og líka góða siði en þekki engin dæmi þess að hugtökin skarist.

Matthías Ásgeirsson, 24.12.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hefur þú heyrt um góða kristilega siði?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Neibb, kannast ekki við neitt slíkt.

Gleðileg jól.

Matthías Ásgeirsson, 24.12.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Jón Stefánsson

Ég þekki einn góðan kristilegan sið. Það er að fara í þykjustuleik. Þú tekur kex - og kallar það hold. Þú tekur vín - og kallar það blóð. Svo borðar þú holdið og drekkur blóðið. Þetta garanterar stuð og fjör í hvaða partíi sem er :)

Gleðileg jól.

Jón Stefánsson, 24.12.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er magnað hvað þið hafið mikla þörf fyrir að tjá andkristilegar skoðanir ykkar.

Bæld trúarþörf?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.12.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Jens Guð

  Kennimenn kirkjunnar eru þekktir af öðru en spádómsgáfu - hvort sem um framtíðarspá eða eftiráspá er að ræða.  Þarna held ég þó að biskoppurinn sé blessunarlega sannspár. 

Jens Guð, 25.12.2009 kl. 00:22

8 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Heimir,

Ég skil nú kannski ekki alveg hvernig spurningin snertir færsluna.

Ég er einfaldlega að benda á að þær sögur sem biskupinn er að biðja um að séu teknar inn á leikskóla eru nokkuð klárlega skáldskapur, svona að margra annarra viti - og eiga þess vegna heima innan kirkjunnar og hvergi annars staðar. En þar mega þær vera í góðum friði mín vegna.

Þessi árátta að nánast troða þessum sögum ofan í kokið á börnum sem koma frá heimilum með mismunandi lífsskoðanir nær auðvitað ekki nokkurri átt.

Valgarður Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 15:29

9 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Og... góðir kristilegir siðir, nei, kannast ekki við þá frekar en Matthías. 

Kann kannski ekki við að segja skoðun mína á þeim akkúrat núna.

Valgarður Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 15:32

10 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Það er magnað hvað þið hafið mikla þörf fyrir að tjá andkristilegar skoðanir ykkar

Ég sem hélt að ég væri að svara hinni miklu þörf biskupsins fyrir að tjá kristilegar skoðanir sínar, ekki bara sjálfur, heldur heimta að allir séu alltaf að tjá þær.

Ég held að við trúleysingjar höfum mjög litla þörf fyrir að tjá okkar skoðanir, stundum gengur yfirgangurinn fram af okkur.

Þú getur verið alveg viss um að ef kirkjan og aðrir trúaarhópar væru ekki stöðugt að tjá sínar skoðanir þá myndirðu ekki heyra neitt í mér - amk. ekki um trúmál.

Valgarður Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 15:37

11 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Jón, held ég hafi prófað þetta þegar ég var yngri, hef dottið niður á skemmtilegri leiki í seinni tíð... :)

Jens, já, megi hann reynast sannspár, svona einu sinni.

Valgarður Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 15:42

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Heimir, hvað er svona magnað?

Matthías Ásgeirsson, 25.12.2009 kl. 16:31

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Valgarður og Matthías, efasemdarmenn hafa margir hverjir farið á Alfa-námskeið sem kirkjan og fleiri halda. Það skemmtilega er að flestir þeirra hafa látið af andkristilegum sjónamiðum sínum og margir hverjir snúist til kristni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2009 kl. 16:48

14 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Þú verður að fyrirgefa Heimir, en ég sé ekki hvað efasemdarmenn á Afla námskeiðum koma þessu máli við (stórefast um að þetta sé algengt en kemur heldur málinu ekki við).

Eiga rökin eiga að vera, "það kemur fyrir að efasemdarmaður mætir á námskeið hjá kirkjunni og skiptir um skoðun => (þar af leiðir) að það er í lagi að troða skáldsögum kirkjunnar ofan í kokið á leikskólabörnum hvar og hvenær sem er og án tillits til lífskoðana foreldra þeirra"?

OK, gott og vel, þetta er ekki verra en mörg önnur röksemdin sem kemur frá kirkjunni.

Valgarður Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 17:03

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Heimir, þessu lýgur þú væntanlega.  Getur þú vísað okkur á einn slíkan efahyggjumann?  Einhver hlýtur að vera tilbúinn að segja sögu sína. 

 Alfa-námskeiðin eru algjört djók.  Ég þekki vel lesinn trúmann sem fór á slíkt námskeið og gaf því afar slaka einkunn.  Þetta er heilaþvottur af verstu sort.

Matthías Ásgeirsson, 26.12.2009 kl. 00:51

16 identicon

Þið sem eruð efasemdarmenn á því að Kristur hafi verið til, megið vera það.

Ætlist samt ekki til að við förum að trúa á/ykkur.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:14

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sigrún Jóna, ef þú trúir ekki á mig muntu brenna í helvíti.

Nei, djók!

Matthías Ásgeirsson, 26.12.2009 kl. 02:16

18 identicon

Helvíti er hugarástand!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 02:29

19 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Eitt skal ég játa...

Að ég er algjörlega að týnast í athugasemdum trúaðra við þessari færslu minni..

Heimir talar um einhverja ósýnilega efsemdarmenn og Sigún Jóna fer að tala um að við trúlausir ætlumst til að einhver trúi á okkur...

Finnst ykkur, Heimir og Sigrún, í fúlustu og fullri alvöru, að þessar athugasemdir ykkar komi málinu - þeas. upphaflegri færslu minni - og vælinu í biskup - eitthvað við???

Eða er þetta endanleg sönnun þess að það er fullkomlega útilokað að rökræða við trúaða??

Valgarður Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 02:32

20 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Já, gleymdi einu, sbr. Matthías, ég brenn víst líka í helvíti, því ég er trúlaus og trúi þar af leiðandi heldur ekki á trúlausa...

Og reyndar, ef út í það er farið, trúi ég heldur ekki á helvíti og þar af leiðandi ekki á að ég geti brunnið þar - þannig að þetta núllast út.

Valgarður Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 02:40

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sleggjudómar eins og "vælinu í biskupi" og fleira í þeim dúr eru þér ekki samboðnir Valgarður. Biskup vill fá sannar sögu af Kristi í leikskólana. Ef til vill í stað mergjaðra sagna af Grýlu og Leppalúða auk jólasveinanna sem gagnrýnislaust eru sagða á öllum leikskólum.

Matthías væri góður á Alfa:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2009 kl. 11:22

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Sannar sögu[r] af Kristi"? Hvar í ósköpunum á að finna svoleiðis, Heimir?

Boðskapur jólasveinanna: vertu góður og þá færðu gjafir.

Boðskapur Jesú: vertu góður og þá færðu að sleppa því að brenna í helvíti um alla eilífð. 

Má ég þá frekar biðja um jólasveinana. Börnin vaxa a.m.k. upp úr þeirri trú með leyfi -og jafnvel hvatningu- foreldranna og samfélagsins. Flestum þætti óeðlilegt að fullorðinn maður tryði enn fullum fetum á Grýlu, Leppalúða og afsprengi þeirra, en þykir að sama skapi fullkomlega eðlilegt og jafnvel æskilegt að borga rígfullorðnum mönnum ofurlaun fyrir að viðhalda trú á aðrar yfirnáttúrulega verur. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.12.2009 kl. 13:20

23 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég ætlaði nú ekki að móðga neinn með orðavali, er kannski meira fyrir að kalla hlutina eins og ég sé þá, en ef "óþarfa umkvartanir biskups sem ekki byggja á neinum rökum" hljóma betur - þá skulum við nota það.

Var eitthvað annað sem mér er ekki samboðið?

En eins og Tinna bendir á þá eru engar staðfestar heimildir um eina sögu af Kristi, ekki frekar en af Grýlu og Leppalúða.

Það er allt í lagi mín vegna að fólk trúi þeim, bara ekki rugla þeim saman við sannleik.

En ég er enn ekki að ná neinni tengingu við upphaflega færslu - við athugasemdir Heimis og Sigrúnar.

Valgarður Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband