Já, biskup!

Það er frekar þreytandi að fylgjast með þessari gegndarlausu ásókn kirkjunnar inn á leikskólana og aumkunarvert að sjá svona væl yfir að börnin skemmti sér við að setja upp sýningar sem ekki mismunar börnum eftir skoðunum foreldranna.

Varla dettur umsjónarmanni kirkjunnar í fullri alvöru í hug að kristnir eigi einkarétt á hátíðahaldinu?

Því auðvitað á boðskapur kirkjunnar hvergi annars staðar heima en í kirkju.


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú lítið eftir af frjálsræði í trúmálum, ef fólk má ekki setja upp helgileik í leikskólum. Bara í kirkjum og á heimilum.

Múslímar halda jól með okkur þó þeir séu ekki kristnir. Gleðjast með okkur. Og ég virði þá fyrir það.

Ég sendi mínar kveðjur til vina minna sem eru múslímar á þeirra hátíð, Ramadan. Og fæ jólakveðjur frá þeim.

Boðskapur beggja á heima allstaðar. Það eruð menn eins og þú sem eru að eyðileggja allt með því að allt trúarlíf, hvers konar sem það er þurfi að fara leynt og börn eru notuð sem vopn. Ég ól mín börn upp í kristni trú. En í dag eru þau ekki öll kristin. Og þau hafa ekki breyst neitt. Það barna minna sem tók aðra trú, elur barnið sitt upp í að halda gleðileg jól, og svo koma þeirra hátíðardagar. 

Er þetta ekki umburðarlyndið sem þig og þína vantar?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Eitt augnablik...

Ég held líka jól og er hvorki múslimi né kristinn og óska öllum mínum vinum af hvaða trúarbrögðum sem er góðra stunda. Ég á marga góða vini sem trúa í einlægni og það er allt í góðu lagi mín vegna - og ég sýni þeim fullt umburðarlyndi.

Ég veit ekki hvaða skilgreiningu á frjálsræði þú gengur út frá, en það er ekki óalgengt að miða við að þú megir gera það sem þú vilt svo framarlega sem þú gengur ekki á hlut annarra. Þegar kristnir heimta að settar séu upp  sýningarí leikskólum sem byggja á þeirra skilgreiningum og vaða þannig yfir lífsskoðanir annarra þá hefur það ekkert með umburðarlyndi eða frjálsræði að gera. 

Það er hreinn og klár yfirgangur.

Það er enginn að tala um að eyðileggja trúarlíf, bara halda því á sínum stað.

Valgarður Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 03:03

3 identicon

Við getum verið sammála um að vera ósammála.

Gleðilega hátíð.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 10:23

4 identicon

Gæti ekki verið meira sammála Valgarður.

Ef kirkjan vill fá að setja upp sýningar í leikskólum þá verður að gera öðrum trúarbrögðum jafn hátt undir höfði. Annað er mismunun og hreinn yfirgangur. Það besta sem hægt væri að gera er að banna hverskonar trúboð í skólum. Trúar uppeldi er á ábyrgð foreldrana.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Við getum verið sammála um það, Sigrún Jóna.. en mig langar aðeins að forvitnast hvers vegna þér finnst þetta vera skortur á umburðarlyndi og á móti frjálsræði?

Ef ég má taka dæmi, þá er kirkjan þarna í hlutverki nágrannans sem þurrkar af skónum á mottunni hjá þér áður en hann fer inn til sín, leggur í stæðið þitt, vekur þig á morgnana með hávaða, bankar stöðugt upp á með alls kyns ónæði, heldur partí langt fram eftir nóttu - og sakar þig um skort á umburðarlyndi ef þú biður hann kurteislega að taka tillit til þess að þetta valdi óþarfa truflum hjá þér og hann mætti kannski halda sig meira heima hjá sér.

Valgarður Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband