Er þetta kannski óhjákvæmilegt hjá kaþólsku kirkjunni?

Smá fyrirvari áður en lengra er haldið. Ég er ekki að gagnrýna alla trúaða, alla kristna, alla kaþólikka, alla presta eða alla kaþólska presta. Eða gera lítið úr trú þeirra. Ég er að hugsa um kaþólsku kirkjuna sem stofnun.

En það er ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvers vegna svona mörg mál barnaníðinga hafa komið upp innan kaþólsku kirkjunnar. Auðvitað eru engar haldbærar upplýsingar til um hvort þetta sé algengara innan kaþólsku kirkjunnar en annarra kirkjudeilda eða almennt í viðkomandi þjóðfélagi. En óneitanlega finnst mér langsótt tilhugsun að þetta hlutfall sé jafn hátt annars staðar.

Getur verið að krafan um skírlífi presta eigi stærstan þátt í þessu? Ef við veltum fyrir okkur ímynduðum tölum og gefum okkur 1.000.000 kaþólikka og að 500 (0,05%) þeirra hafi ekki löngun í hefðbundið fjölskyldulíf, hafi meiri áhuga á td. börnum. Gefum okkur að að hundraðasti hver kaþólikki velti fyrir sér, í mismikilli alvöru, að gerast prestur, þeas. 10.000 af heildarhópnum og 5 úr 500 manna hópnum.

Er ekki frekar líklegt að þeir sem ekki hafa áhuga á hefðbundnu fjölskyldulífi séu tilbúnir í þá fórn sem skírlífi er? Líti jafnvel á það sem bónus að fá að vinna með börnum? Þannig að hugsanlega fari 3 af þessum 5 í prestaskóla og 1.000 af öllum hópnum. Það þýðir auðvitað að hlutfall þeirra sem voru í upphaflega 500 manna pottinum er talsvert hærra innan en utan kaþólsku kirkjunnar eða 0,3%.

Tölurnar sem ég nefni eru auðvitað tilbúnar. En þær skýra hvers vegna gera má ráð fyrir að þetta hlutfall gæti verið hærra innan kaþólsku kirkjunnar.


mbl.is Aðeins toppurinn á ísjakanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að skirrlífi presta sé ekki ástæðan. Nokkur margt bólk er skírlíft af ýmsum ástæðum án þess að fara að misnota börn. Þetta er eitthvað tengt vaildi. Kirkjan e r valdastofnun hugmyndafræðilega og sögulega og vill hafa vald yfir fólki. Það smitar niður í prestastéttina óg kynferðisleg misnotkun á börnum er tengt valdi fyrst og frmst,

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2010 kl. 07:11

2 Smámynd: Óli Jón

Það verður reyndar að segjast að Ratzinger páfi bjó til próf sem á að sigta út pervertana og níðingana sem leita inn í raðir kirkjunnar. Prófið ku vera hið besta og mun víst duga vel til að greina hverjir eru níðingar og óþverrar. Það er bara einn ókostur við þetta próf og hann er sá að nemendur í prestaskólum geta valið hvort þeir taka það eða ekki!

Gagnlegt próf, það! Mikil snilli þar á ferð!

Óli Jón, 8.4.2010 kl. 09:53

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eru ekki bara alltaf einhverjir klikkaðir inn á milli sem tekst að blekkja fjöldann? Jafnvel foreldrar hafa gerst sekir um svona misnotkun.

Hrannar Baldursson, 8.4.2010 kl. 10:06

4 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég var alls ekki að segja að skírlífi tengdist beint misnotkun barna. Og ég var alls ekki eða alhæfa að þeir sem vilja misnota börn sækist eftir að gerast prestar.

Aðeins að þarna væri hugsanlega smá lóð á vogarskálarnar við þá ákvörðun að gerast prestur sem gæti haft áhrif í einhverjum tilfellum og skýrt að hlutfall þeirra væri eitthvað hærra hjá þjónum kaþólsku kirkjunnar en almennt.

Það styrkir þessa hugmynd að innan kirkjunnar (eða amk. kaþólskra samfélaga) er umræða um að leggja af kröfuna um skírlífi, beinlínis til að minnka líkurnar á að þessir atburðir endurtaki sig.

Valgarður Guðjónsson, 8.4.2010 kl. 10:55

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómögulegt að segja. Ég skil varla sjálfan mig, hvað þá hvatir annars fólks og hvað fólks sem gerir svona hluti.

Hrannar Baldursson, 8.4.2010 kl. 12:34

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skírlífi og skriftir barna á kynþroskaskeiði gæti verið þáttur hérna, auk þess sem vel má hugsa sér að menn sem eru svona gerðir sæki í starfið vegna augljósrar verndar, sem það gefur.  Hef heyrt talað um að þeir sem verða fyrir misnotkun verði brotamenn síðar.

Eitt gott dæmi er um afkastamikinn kaþólskan prest, sem talaði opinskátt um perversjónir sínar í frægri heimildarmynd. Hann hafði verið misnotaður af presti sjálfur og sá prestur komst upp með það allann sinn feril.  Von að hann hafi sótt í embættið finnandi þessar hvatir og vitandi af þagnarmúrnum og valdi kirkjunnar.  Aldrei var neinn dæmdur né sviptur réttindum fyrir slíkt og svo hefur verið um aldir. Auðvitað eru þetta kjörnar veiðilendur fyrir predatora og það er alfarið kirkjunni að kenna og stefnu hennar. 

Þeir hafa meðvitað og með valdi, mútum og hótunum komið í veg fyrir framgang réttvísinnar og gera enn.  Þess vegna á aðskipa þeim til að opna öll skjalasöfn nú þegar og hreinsa til í framhaldinu.

Við erum bara farin að sjá glitta í toppinn á þessum ísjalka.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband