Fífl í páfagarði?

Smá inngangur.

Ég er ekki að gagnrýna trúaða, kristna eða kaþólska. Ég er að gagnrýna þá stofnun sem kaþólska kirkjar er.

Ég hef nokkrum sinnum sett inn færslur vegna kaþólsku kirkjunnar. Flestar tengjast því flóði frétta af kynferðilegri misnotkun þjóna kirkjunnar á börnum. Ég velti fyrir mér - við lítinn fögnuð kaþólskra - hvort hegðun kirkjunnar bæri vott um siðblindu - og ef svo væri - hvort sú kirkjustofnun ætti sér yfirleitt einhvern tilverurétt.

Í síðustu færslu velti ég fyrir mér hvort það væri ekki fyrir bestu að kaþólska kirkjan héldi áfram að "grafa sína eigin gröf".

Bertone tekur mig á orðinu, þó ég efist um að hann hafi séð færsluna mína.

En það er góð regla að spyrja ekki spurninga ef svarið skiptir ekki máli.

Það skiptir nefnilega ekki máli hvort þeir sem stýra kaþólsku kirkjunni eru hrein og klár fífl eða illa innrættir glæpamenn.

Heimurinn er betur settur án hennar.


mbl.is Segir samkynhneigð orsök barnaníðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Þetta linnu- og miskunnarlausa níð kaþólskra (og fleiri trúaðra) gagnvart samkynhneigðum er fyrst og fremst sorglegt því þetta sjálfumglaða trúfólk hefur ekkert fyrir sér í þessu nema orð í gamalli bók. Þó sést æ betur hversu staðlausir stafir þau er, t.d. á því að m.a.s. Gunnar í Krossinum gefur nú afslátt frá þessi orði til að geta betur verið í takt við tímann.

Kaþólska kirkjan er tímaskekkja. Ummæli á borð við þessi frá Bertone sanna það.

PS. Hommar og lesbíur voru hér löngu áður en kaþólskan var fundin upp og verða hér löngu eftir að hún, blessunarlega, hverfur í rykið.

Óli Jón, 13.4.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: ae

Sammála, held að við ættum að senda Jónínu Ben þarna niðureftir og messa aðeins yfir þeim, (eða undir) það hefur þegar sýnt árangur hér heima.

ae, 14.4.2010 kl. 07:43

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ef kaþólska kirkjan tekur ekki á málinu af festu, ábyrgð og einlægri iðrun á hún sér ekki viðreisnar von. Ég er ekki sammála að kirkjan sem slík sé tímaskekkja enda er kirkja meira en páfi og Kardínálar en hún þarf að hreinsa til og það hressilega. EF það er svo að Páfinn vissi meira en gefið er í skyn og hylmdi jafnvel yfir á hann að segja af sér þegar í stað.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband