Að skrifa stjórnarskrá

Ég var að koma af einstaklega góðum fundi um stjórnarskrána.

Boðað var til fundarins hjá áhugafólki um stjórnarskrána auk þess sem fundurinn var kynntur opinberlega, sú kynning fór kannski fram hjá mörgum í viku liðinnar stórfréttaflóði.

En þetta var auðvitað eingöngu fyrsta skrefið, mikil vinna er framundan og nauðsynlegt að fá sem flesta að þeirri vinnu.

En í dag var velt upp hvaða atriði ættu hugsanlega að vera í stjórnarskrá. Ekki til að ákveða hvað ætti að standa í henni, heldur einfaldlega hvaða atriði þarf að skoða, hafa í huga og taka ákvörðun um í framhaldinu.

Notast var við formið á þjóðfundinum og var gaman að vinna eftir aðferðafræði þeirra hugmyndaráðuneytistmanna undir stjórn Guðjóns Más... ætla annars að segja betur frá á næstu dögum..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband