Eru meðlimir þjóðkirkjunnar sammála biskupi?

Ég velti fyrir mér hvort þessar skoðanir biskups séu einnig skoðanir meðlima þjóðkirkjunnar.

Nú er ég trúlaus, en það truflar mig ekkert þó aðrir séu trúaðir og hef virt það að margir eru trúaðir og mikið af góðu fólki vinnur gott starf fyrir sína meðlimi.

Mér hefur þótt mikilvægt að greina vel á milli, virða mannréttindi og halda til dæmis trúboði frá skólakerfinu - en að sjálfsögðu á fræðsla um trú og trúarbrögð að vera þar.

En rætur trúarinnar liggja í trúboði í skólum, þá er trúin allt önnur en ég hélt og kominn tími til að endurskoða afstöðuna.

 

 


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Börn eiga að fá að vera börn í friði.

Trúfélög geta stundað sitt trúboð til fullorðinna einstaklinga, en trúfélög vilja það ekki, því fullorðinn einstaklingur er nægilega þroskaður til að þekkja muninn á raunveruleika og ævintýri.

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála -en eiga kennarar að draga börnin með sér í kröfugöngur með spjöld og tilheyrandi?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.10.2010 kl. 14:21

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Eru meðlimir þjóðkirkjunnar sammála biskupi? - Já, það eru þeir. Við viljum að börnin okkar hafi leyfi til að rækja kristna trú úr skóla, t.d. með því að fara þaðan til kirkju á aðventu. Foreldrar sem vilja ekki að börn sín fái tækifæri til að ganga til kirkju verða víst að ráða því sjálf. En að andkristnir geti bannfært kristni í skólum, það verður aldrei.

Einar S. Hálfdánarson

Einar Sveinn Hálfdánarson, 24.10.2010 kl. 15:10

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

stjórnarskrá lýðveldisins

 VI.
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Guðmundur Jónsson, 24.10.2010 kl. 15:52

5 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Guðmundur, stjórnarskráin segir líka að virða skuli mannréttindi eins og trúfrelsi. Ríkisvaldið hefur og getur stutt kirkjuna duglega án þess að leyfa henni að brjóta mannréttindi á þeim sem eru utan hennar.

Valgarður Guðjónsson, 24.10.2010 kl. 18:12

6 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég á nú ekki von á að þú verðir sannspár Einar, þeim fer fjölgandi sem taka mannréttindi alvarlega.

Valgarður Guðjónsson, 24.10.2010 kl. 18:53

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eru þá greinar í þjóðskránni að rekast á? Er ríkisstjórnin,eða hefur hún leyft þjóðkirkjunni að brjóta mannréttindi á þeim sem eru utan hennar? Viltu nefna þau brot Valgarður, ef þú gerir það,get ég ekki séð svar þitt fyrr en seint annað kvöld.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 22:58

8 Smámynd: Bjarni FJ

Sem meðlimur þjóðkirkjunnar í 50 ár þá verð ég að segja að ég hef bara aldrei orðið var við þetta meinta trúboð kirkjunnar í skólum.

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband