Ríki og kirkja

Nú virðist nokkuð almennur vilji fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju hjá frambjóðendur til stjórnlagaþings, svo og hjá kjósendum, amk. ef marka má skoðanakannanir.

Fyrir mér er þetta sjálfgefin afleiðing af jafnrétti trúar- og lífsskoðana.

Þetta stafar ekki af neinum illvilja til kirkjunnar eða hennar þjóna, þar starfar fullt af heiðarlega og góðu fólki og sinnir sínu fólk vel. Og allt í góðu með það mín vegna.

Þetta er hins vegar ekki fyrir mig og það skiptir mig miklu að búa við jafnrétti að þessu leyti.

Helstu rökin gegn aðskilnaði eru að hann verði óhemju dýr vegna þess að ríkið hafi tekið yfir eignir kirkjunnar gegn "framfærsluskyldu".

Fyrir það fyrsta þá virðist ekki nokkur leið að fá einu sinni grófa hugmynd um verðmæti þessara eigna. Nokkkrir prestar hafa haldið því fram að verðmætið sé nálægt 17 billjónum króna. Ekki veit ég á hverju það er byggt enda fást engar skýringar. Þar fyrir utan virðist ekki á hreinu hvernig kirkjan eignaðist margar þessara eigna.

En þetta er ekki peningaspurnsmál. Ef í ljós kemur að þetta er dýrt og eignirnar eru mikils virði þá er bara að kyngja því. Þetta er eitthvað sem má alltaf leysa, gæti tekið tíma, og sjálfsagt að vinna að því í sátt við kirkjuna að ná samkomulagi og gefa aðlögunartíma.

Fyrsta skrefið er að vita hvert á að stefna. Svo er það einfaldlega verkefni að finna út hvernig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband