Vangaveltur um persónukjör

Svo það sé á hreinu þá fagna ég auðvitað frumvarpi um persónukjör, því þó hænufet sé, þá er það í rétta átt og sennilega eina leiðin án stjórnarskrárbreytingar.

En nokkur atriði sem mættu kannski fara betur.

Í frumvarpinu segir að hluta skuli til um hverjir komast á lista ef fleiri bjóða sig fram en mega vera á lista í hverju kjördæmi. Ég óttast að þetta geti fælt flokka frá því að bjóða fram óraðaðan lista. Það gæti hæglega þýtt að leiðtogi viðkomandi flokks kæmist ekki á lista. Mætti ekki einfaldlega skipta framboði upp í tvo (eða fleiri) lista undir sama listabókstaf, þeas. "X" og "XX"? Til að það sé raunhæft þyrfti reyndar að breyta ákvæði kosningalaganna sem segir að á hverjum lista skuli vera nákvæmlega tvöfaldur fjöldi þingsæta í viðkomandi kjördæmi, til dæmis þannig að það sé einungis hámarksfjöldi.

Önnur leið væri auðvitað að  engin takmörkun væri á fjölda frambjóðenda á lista, en kannski þyrfti í því tilfelli að gera kröfur um aukinn fjölda meðmælenda.

Kom ekki til greina að leyfa hreyfingum að ákveða röð nafna á lista, þó það hafi ekkert annað vægi en að vera tillaga viðkomandi hreyfingar?

Hefði ekki verið einfaldara að nota sömur reiknireglur við úthlutun þingsæta hvort sem listi er raðaður eða óraðaður?

Látum orðalag í frumvarpinu liggja á milli hluta, amk. að sinni.


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Valli, gaktu bara í Sjálfstæðisflokkin :)  Þar eru einstaklingar fyrst kosnir á listann í prófkjöri og allir geta boðið sig fram.  Síðan í þingkosningum liggur listinn alveg fyrir þannig að kjósendur vita hvaða fólk þeir eru að kjósa á þing.

Mér finnst þetta betra fyrirkomulag en að kjósa fólk og flokk um leið.  Þá veist þú í rauninni ekkert hvaða fólk þú ert að kjósa á þing. 

Þorsteinn Sverrisson, 5.3.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband