Hljómleikaflakk

Iðunn í sumarbústað og notaði kvöldið í hljómleikaflakk.

Byrjaði á Dillon að hlusta á HFF, þeas. Steina, Árna Daníel, Rikka, Gumma og Óðinn. Rosalega þéttir og vel spilandi, sérstaklega framan af. Ef eitthvað var hefði söngurinn mátt heyrast betur. Dillon er reyndar vanmetinn hljómleikastaður, virkaði amk. mjög vel.

Stökk frá Dillon á Grand Rokk, en hafði þá misst af Blóð og Insol. Náði hins vegar Hellvar, sem voru mjög flott, hef reyndar ekki séð þau (eða heyrt) oft á hljómleikum, en þetta bar af. Gæfi samt hægri hendina (ja, vinstri, amk. einhverja putta) fyrir að heyra þau með trommara í staðinn fyrir trommuheila. Var ekki alveg að kveikja á hvað var að trufla mig fyrr en ég fór að skoða sviðið og sá að það var enginn trommari.

Dr. Gunni átti sérstaklega gott kvöld, sennilega það besta sem ég hef séð til hans, þó ég hefði alveg þegið fleiri lög. Ekki svo að skilja að það sé eitthvað að nýju plötuinni, en lögin njóta sín miklu betur á hljómleikum. Kannski mín sérviska, og sennilega er þetta frekar regla en hitt, en mér finnst miklu skemmtilegra að heyra lög á hljómleikum en af plötum.

Svo aftur á Dillon þar sem Andrea sá um tónlistina og endaði með Árna Daníel og Rikka á Ölstofunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband