Hræðslan við nýja stjórnarskrá

Ég átta mig ekki alveg á hvað veldur þeirri hræðslu sem virðist grípa um sig vegna þess að hér verði skrifuð ný stjórnarskrá.

Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur verið í gangi hjá hinum og þessum nefndum nánast frá stofnun lýðveldisins. Oftast, ef ekki alltaf, hjá þingnefndum sem litlu hafa komið í verk. Undantekningar hafa þó verið bættur mannréttindakafli og breytt kosningakerfi.

En ef það er algjör óþarfi að breyta stjórnarskránni, hvers vegna hafa allar þessar stjórnarskránefndir verið í gangi allan þennan tíma?

Getur óttinn stafað af því að einhverju leyti að nú verði loksins einhverju komið í verk? Er um einhvers konar verkfælni að ræða? Eða liggur þetta í því að aðrir en þingmenn eigi að fá að komast með puttana í verkið? Jafnvel þó að þingið fari nú höndum um tillögurnar á endanum.

Og þegar helstu mótrökin byggjast á misskilningi, rangfærslum, útúrsnúningum og jafnvel aulahúmor - þá sýnist mér nokkuð rík ástæða til að láta hendur standa fram úr ermum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Breytingar breytinganna vegna?

Vissulega þarf stjórnarskráin alltaf að vera í skoðun, hugsanlega hafa ekki meiri breytingar orðið á henni vegna þess að hún hefur staðist tímann með ágætim, að mestu.

Það vantar þó eitt ákvæði í stjórnarskrána, það er hverjum sé heimilt að kæra brot á henni, til hvaða dómstóls og hver eiga viðurlögin að vera.

Ef slíkt ákvæði væri inni, er hugsanlegt að þingmenn og þó einkum ráðherrar færu að taka þetta plagg alvarlega. Nú geta þeir brotið stjórnarskrána á alla vegu og komist upp með það Þar liggur vandinn.

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Nei, nei, breytingar vegna þess að völd og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skilgreind, vegna þess að það eru ákvæði sem eru í mótsögn, vegna þess að önnur er ekki nægjanlega skýr og vegna þess að sum ákvæðin eru fullkomlega gagnslaus.

En, við erum sammála um að það þurfi að fara eftir stjórnarskránni.

Mig grunar að virðingarleysið sé vegna þess hversu vond hún er...

Valgarður Guðjónsson, 22.11.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband