Stærðfræðikennsla

Það er óneitanlega umhugsunarefni, eftir umræður um verðtryggingar lána, hvort ekki þurfi að endurskða stærðfræðikennslu í grunnskólum.

Nú má deila um sanngirni vísitölu og hvort það eigi að verðtryggja lán eða ekki.

En þegar margra daga umræða fer af stað vegna þess að á YouTube dettur inn myndband þar sem höfundur segir bankana nota ranga aðferð við að reikna verðtryggingu. Hann fullyrðir (ranglega) að allir bankarnir verðtryggi höfuðstól og segir að réttu leiðina þá að verðbæta greiðslur (sem sumir bankarnir gera reyndar). 

En svo fer hann að reikna og gerir einfaldlega skelfilega villu. Og fær þannig kolranga niðurstöðu. Og dregur þá ályktun að það megi túlka lögin þannig að önnur niðurstaða fáist.

Það er auðvitað búið að benda á villuna. En það er enn fullt af fólki sem heldur að reikningarnir séu réttir og eitthvert svindl, svikamylla sé í gangi með reiknireglurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband