Vísvitandi rangfærslur
29.11.2011 | 23:28
Gott að fá staðfest að bæði biskup og Þórhallur fóru vísvitandi með rangt mál.
Og ánægjulegt að sjá að enn er nóg af heiðarlegu fólki innan kirkjunnar, sem ég vissi svo sem fyrir.
Það eina sem var kannski ekki rétt hjá Gísla var að það væri einhver afsökun fyrir Karl og Þórhall að þeim hafi líkað illa við upphaflegar tillögur.
Bréfið breytti auðvitað engu, staðfesti einfaldlega það sem allir vissu sem vildu vita.
Skyldi þetta vera einhvers konar "taktík" hjá kirkjunnar mönnum að dæla rangfærslum vísvitandi í fjölmiðla?
Vonandi tekur fjölmiðlafólk næstu upphrópunum þeirra með meiri fyrirvara.
Með sama sniði og fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af fésbókarfærslum að dæma, þá er að sjá sem svona calculated misinformation sé til þess gerð að sverta alla þá sem ekki eru sömu trúar og viiðkomandi oflátungar. Gallið og munnsöfnuðirinn var ekki prethæfur, þótt fólk léti það nú eftir sér að hlevítiselda, Stali, Hitler og Pol pot. Hér var vísvitandi verið að höfða til móðursýkislegra elementa í íslendingum og er klárt að þessi gerningur kennara í þessum vissa skóla var að undirlagi kirkjunnar.
Það er svo skoplegt og sorglegt um leið að sjá rembingslega kvöldfærslu Þórhalls, sem lætur eins og hann hafi fellt einhver vígi og unnið orrustur og lesa má milli orðanna að hann eignar sér það. Hann sigraði sinn eigin strámann.
Ég reyndi að koma með kurteislega ábendingu á bloggi hans og líkast til hafa fleiri gert það, en heilbrigð umræða þolir ekki dagsljósið hjá honum. Hann sleppti engri athugasemd í gegn um sigtið sitt í dag.
Ég vitnaði í Fésbókina og hún er ágætur mælikvarði á þjóðarsálina. Blogg Þórhalls gekk þar sem sinueldur og vakti mikla kátínu og meðaumkun hjá all flestum þar. Ofurbloggarinn Lára Hanna vakti athygli á þessu þarna og voru viðbrögðin það einróma vandlæting á þessu móðursýkislega upphlaupi. Það sætir vissum tíðindum, því ekki verður sagt að lesendur hennar haldi Jóni Gnarr í hávegum.
Ef einhver hlaut niðurlag í þessum bjánalega leik þá voru það þeir sem til hans efndu.
Í mér blundar því eilítil Þórðargleði. Gott á þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2011 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.