Ekki skjóta sendiboðann
11.2.2012 | 15:53
Nú hef ég skömm á því sem Snorri er að segja en það sem truflar mig í þessu máli - og eflaust fleiri trúleysingja - er að Snorri er einungis að boða það sem trúir segir honum. Það er ekkert langt síðan prestar þjóðkirkjunnar töluðu svona.
Þannig að Snorri er ekki vandamálið heldur þessi boðskapur biblíunnar og þessi svokallað "kristna arfleifð". Er ekki svolítið verið að "skjóta sendiboðann" með því að gera Snorra að blóraböggli í þessu máli?
Er ekki kominn tími til að gera upp við þessa arfleifð? Það mætti til dæmis byrja á að taka hana úr grunnskólalögum.
Óttast uppsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef verið að benda á þetta: Að Snorri sé einungis að vitna til þess sem stendur í ríkistrúarbókinni. Vissulega falla orð hans undir hatursáróður gegn skilgreindum hópi fólks. En þetta sem hann segir stendur í ríkistrúarbókinni. Og er alls ekki grófari hatursboðskapur en sitthvað fleira í sömu bók. Eins og þú imprar á í bloggfærslu á Eyjunni.
Jens Guð, 11.2.2012 kl. 23:48
Valgarður og Jens. Ég er innilega sammála ykkur.
Þessi Snorri hefur greinilega lært hótunarfræði Biblíunnar, eins og ætlast er til í presta-fræðunum.
Það er vandamálið, og hótanirnar í Biblíunni eru alls ekki komnar frá umburðarlyndum og kærleiksríkum Jesú. Það eru gífurlegar mótsagnir í kristnum trúar-brögðum, sem eyðileggja raunverulega náunga-kærleiks-trú fyrir svo mörgum. Allir trúa á eitthvað, og best er að trúa á það góða og umburðarlynda, án skilyrða.
Það virðist hafa verið boðskaps-tilgangurinn hjá þeim sem skrifuðu Biblíuna, að hóta mætti fólki til undirgefni og þrælsótta-hlýðni, í nafni kristinnar trúar.
Það er gott að Snorri hefur vakið athygli á tvöfeldninni í trúboði kristninnar, því standast ekki kærleiks og umburðarlyndis-skoðun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 11:52
Það er nú eiginlega talsvert álitamál að það sem vitfirringurinn og barnakennarinn Snorri segir sé í raun samkvæmt bókinni.
Samkynhneigð karla er kölluð viðurstyggð og ekki höfð fleiri orð um það. Ekki er minnst einu orði á samkynhneigð kvenna.
Hvergi er þetta kallað synd né nein útskúfun eða refsing tíunduð.
Snorri er hinsvegar afsprengi þess forneskjuhugarfars sem bókin endurspeglar og ekki gengur hann alveg heill til skógar andlega sem slíkur. Það er áhyggjuefni að slíkur maður skuli hafa opinbert leyfi til að innræta börnum. Ég legg til að honum verði vísað úr þeirri vinnu og að hann finni sér einhvern prívat vetvang til að spýta galli sínu framan í þá sem eru sama sinnis.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2012 kl. 12:57
Ef ekki er hægt að ganga að þeim sem hafa sig frammi í nafni einhverrar kenningar eða hugsjónar sem er andfélagsleg, þá getum við alveg sleppt því að fjadsa um þetta. Allt er leyfilegt, svo fremi sem það á sér grunn í einhverjum fyrirfram skráðum fræðum eða bókum.
Grundvöllur biblíunnar er rasismi. Forréttindi eða útskúfun á uppdiktuðum grunni. Aðskilnaður og forakt. Án þessa prinsipps væri þessi bók ekki neitt. Án þess gætu engir tekið sér vald á grunni hennar eins og Snorri gerir í dómum sínum.
Bókin er í grunninn andfélagsleg og hættuleg og væri löngu búið að banna hana ef hún héti eitthvað annað.
Sendiboða þessarar hugmyndafræði á að skjóta án umhugsunnar, hvenær sem færi gefst.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2012 kl. 13:14
Mér sýnist nóg af fordómum gagnvart samkynhneigðum í kirkjunni í dag, Jena og Anna, þó einhverjir (fáir) ártugir séu síðan talað var um synd og dauða.
Biskupsefnin er mörg hver á móti hjónaböndum og í rauninni má segja að aðeins sé stigsmunur á afstöðu þeirra og Snorra.
Valgarður Guðjónsson, 12.2.2012 kl. 13:25
Það er rétt Jón Steinar, það væri gaman að sjá Snorra taka tal biblíunnar um aðrar þjóðir en gyðinga og predika það!
Og ég held að sé líka rétt að það sé bara talað um karlmenn.
En það er nú talað um dauða og synd "If a man lies with a male as with a woman, both shall be put to death for their abominable deed; they have forfeited their lives. (Leviticus 20:13)"
Við skulum engan skjóta...
Valgarður Guðjónsson, 12.2.2012 kl. 13:29
Boðskapurinn er sjálfdauður, ef enginn er sendiboðinn.
Það er því sendiboðinn einn sem er sekur.
Páll Blöndal, 12.2.2012 kl. 15:23
Það er miklu hreinlegra að taka boðskapinn af dagskrá - að losna við hann úr grunnskólalögum væri fín byrjun.
Boðskapurinn lifir nefnilega góðu lífi, það eru margir "sendiboðar" sem nota tilvitnanir í biblíuna sem afsökun fyrir mismunun gegn samkynhneigðum - þó ummæli þeirra séu aðeins yfirborðskenndari.
Valgarður Guðjónsson, 12.2.2012 kl. 22:24
Við erum að vangaveltast með þetta hver frá sínum vinkli en erum í grunninn meira sammála en ósammála :)
Páll Blöndal, 13.2.2012 kl. 23:57
já, já, auðvitað.
Valgarður Guðjónsson, 14.2.2012 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.