Orð gegn ofbeldi
23.2.2012 | 22:56
Fyrir áramót tapaði sonur okkar meiðyrðamáli í héraðsdómi. Fyrir utan undarlega röksemdafærslu dómara og sérstaka hugtakanotkun þá er margt við þennan dóm að athuga.
Það er eins og réttarkerfið sé að einblína á harðar refsingar fyrir umdeilanleg ummæli, jafnvel eru tilfelli þar sem dómarinn virðist ekki hafa lágmarks lesskilning.
Ofbeldisfólk virðist hins vegar alltaf njóta vafans og ýmist fá væga dóma og sleppa frekar vel.
Þetta er þó aðeins hluti af stærra máli og varasamri þróun. Fái dómurinn að standa er komin upp sú óþolandi staða að fólk þorir ekki að tjá skoðanir eða taka þátt í almennri umræðu af ótta við að vera dæmt til að greiða háar skaðabætur.
Jafnvel þeir sem eru sýknaðir sitja oftar en ekki uppi með háan lögfræðikostnað.
Lögfræðikostnað sonarins er þegar kominn úr öllu hófi og er hann nú að safna fyrir áfrýjun til Hæstaréttar.
Það hjálpar allt. Þannig að ef einhver vill styðja hann má leggja inn á reikning 0513-14-403842 kt. 180883-4019.
Rétt er að taka fram að það sem safnast verður eingöngu notað til að standa straum af lögfræðikostnaði Andrésar, gangi allt að óskum og fáist málskostnaður greiddur verður allur stuðningur endurgreiddur. Sama gildir ef svo vel tekst til að meira safnist en á þarf að halda, þá verður stuðningur endurgreiddur hlutfallslega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.