Fleiri Fræbbblar

Meðlimum Fræbbblanna var að fjölga um tvo... upphaflegur bassaleikari Þorsteinn Hallgrímsson og nánast upphaflegur gítarleikari, Ríkharður Friðriksson eru komnir aftur til leiks. Báðir spiluðu þeir á fyrstu plötunni, Steini spilaði á fyrstu hljómleikunum en Rikki gekk í hljómsveitina í ársbyrjun 1979.

Þetta ætti að verða til þess að við náum að spila oftar, en meðlimir hafa verið alveg með eindæmum uppteknir - sérstaklega yfir sumartímann - síðustu árin.

Það hefur verið auðsótt mál að fá þá báða til að hlaupa í skarðið með litlum fyrirvara en við höfum haft mismikinn tíma til að undirbúa og verið að vandræðast með nafnið. Og báðir hafa spila með okkur á punk hátíðum síðustu ára.

Þannig að þetta er miklu einfaldara.

Og svo er ekki ólíklegt að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja við að vinna nýtt efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband