Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hvar eru rökin?

Ég er að láta þessa svokölluðu fréttaskýringu fara í taugarnar á mér - það koma einfaldlega engin rök fyrir lækkun á hámarksmagni fram.

Svo ég byrji nú vinsælda rökvillunni,"Allir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála...". Eru þetta rök? Hverja var rætt við? Hver voru þeirra rök fyrir sinni skoðun? Ég get örugglega rætt við nokkra vel valda félaga og fengið gagnstæða niðurstöðu, "allir sem ég ræddi við voru sammála..."

Og óljósu rökin "en rannsókn sænskra umferðaryfirvalda bendir til þess að umferðarslysum hafi fækkað í kjölfarið" segir auðvitað ekki neitt. Annað hvort sýndi rannsóknin afdráttarlaust fram á að umferðaslysum hafi fækkað beinlínis sem afleiðing af breytingunum - eða ekki.

Eru einhver rök fyrir því að lækka mörkin? Eru einhver dæmi um slys vegna þess að ökumaður hafi verið á þessu bili?

Þetta er svo sem í anda þeirra löggjafa sem virðast vera í tísku - sýndarmennska sem hljómar vel, tekur ekki á raunverulegu vandamáli en setur almennar og óþarfar takmarkanir.

Ef þetta verður samþykkt ætla ég að bjóða Penn og Teller í heimsókn, þeir hljóta að vera að leita að nýju efni.


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband