Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Vísvitandi rangfærslur
29.11.2011 | 23:28
Gott að fá staðfest að bæði biskup og Þórhallur fóru vísvitandi með rangt mál.
Og ánægjulegt að sjá að enn er nóg af heiðarlegu fólki innan kirkjunnar, sem ég vissi svo sem fyrir.
Það eina sem var kannski ekki rétt hjá Gísla var að það væri einhver afsökun fyrir Karl og Þórhall að þeim hafi líkað illa við upphaflegar tillögur.
Bréfið breytti auðvitað engu, staðfesti einfaldlega það sem allir vissu sem vildu vita.
Skyldi þetta vera einhvers konar "taktík" hjá kirkjunnar mönnum að dæla rangfærslum vísvitandi í fjölmiðla?
Vonandi tekur fjölmiðlafólk næstu upphrópunum þeirra með meiri fyrirvara.
Með sama sniði og fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)