Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Stærðfræðikennsla

Það er óneitanlega umhugsunarefni, eftir umræður um verðtryggingar lána, hvort ekki þurfi að endurskða stærðfræðikennslu í grunnskólum.

Nú má deila um sanngirni vísitölu og hvort það eigi að verðtryggja lán eða ekki.

En þegar margra daga umræða fer af stað vegna þess að á YouTube dettur inn myndband þar sem höfundur segir bankana nota ranga aðferð við að reikna verðtryggingu. Hann fullyrðir (ranglega) að allir bankarnir verðtryggi höfuðstól og segir að réttu leiðina þá að verðbæta greiðslur (sem sumir bankarnir gera reyndar). 

En svo fer hann að reikna og gerir einfaldlega skelfilega villu. Og fær þannig kolranga niðurstöðu. Og dregur þá ályktun að það megi túlka lögin þannig að önnur niðurstaða fáist.

Það er auðvitað búið að benda á villuna. En það er enn fullt af fólki sem heldur að reikningarnir séu réttir og eitthvert svindl, svikamylla sé í gangi með reiknireglurnar.


Stundum og stundum ekki biblían

Ég er kannski óheppinn með viðmælendur þegar ég lendi á spjalli við ókunnuga á öldurhúsum bæjarins. Ég hef í það minnsta óþægilega oft lent á fólki sem þarf að sannfæra mig um að biblían sé orð guðs og í henni megi finna Sannleikann. Það tekur yfirleitt ekki langan tíma að fá viðkomandi til að viðurkenna að auðvitað eigi ekki að taka allt sem þar stendur bókstaflega. Og eiginlega mest lítið ef út í það er farið, þetta eigi allt að skoða í samhengi þeirra sem skrifuðu og þeirra tíma. Þannig að eftir stendur full lítið sem á að taka eins og það stendur.

Og við nánari skoðun þá hefur það sem á að taka mark á breyst heldur betur hressilega í gegnum tíðina. Viðmiðunin er alltaf hvað fólk telur siðferðilega rétt á hverjum tíma. Við rökræðum og komumst að niðurstöðu. Og ef viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt hverju sinni þá þarf auðvitað enga biblíu. Ég geri ekki lítið úr sögulegu hlutverki hennar eða áhugaverðum sögum frá fyrri tímum. En þetta er auðvitað engin viðmiðun. Viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt.

Þetta er umfjöllunarefni í nýju lagi okkar Fræbbbla, „Í hnotskurn". Það má heyra á Tónlist.is og á GogoYoko- þarna er hægt að heyra búta. Og jafnvel sjá á YouTube


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband