Opnað fyrir persónukjör

Get ekki annað en fagnað því að breyta eigi kosningalögunum þannig að opnað verði fyrir persónukjör.

En það skiptir miklu máli hvernig þetta er gert og ég sakna þess að fá ekki aðeins nánari upplýsingar um hvernig þetta er hugsað.

Helst heyrist mér eitthvert afbrigði af þýsku leiðinni koma til greina, þeas. fyrst og fremst listakosning en kjósandi geti valið um fáa frambjóðendur sérstaklega í nokkurs konar einmenningskjördæmum.

Stærðin á einmenningskjördæmunum er uþb. 180.000 atkvæði - við Alþingiskosningarnar 2007 voru 220.000 á kjörskrá hér, kannski nægir okkur eitt kjördæmi eftir allt.

En burséð frá því þá er þetta auðvitað einfalt og talning atkvæða að sama skapi einföld.

Möguleikar kjósenda eru hins vegar mjög takmarkaðir. 

Ég myndi gjarnan vilja sjá opnari kosningu þannig að hreyfingar geti boðið fram lista, og fái reyndar að raða á listann, sem nokkurs konar tillögu að röð frambjóðenda. Það sé hins vegar alfarið kjósenda að raða einstaklingum í kosningum. 

Þetta má svo gera á tvo vegu. Annars vegar að kjósandi fái að kjósa ákveðinn lista og hins vegar að kjósandi megi raða frambjóðendum allra lista án tillits til þess hvaða lista hann kýs. Sá kjósandi sem aðeins kýs lista er hlutlaus þegar kemur að úthlutun sæta til ákveðinna eintaklinga. Kjósandi getur notað sé annan möguleikann eða báða.

Fjöldi atkvæða sem listi fær segir til um þingsæti sem viðkomandi listi fær úthlutað. Þeim þingsætum er svo skipt milli einstakra frambjóðenda eftir því hvernig kjósendur röðuðu þeim.

Hins vegar má hugsa sér að kjósendur kjósi eingöngu einstaklinga með því að raða þeim hvort sem er á einum lista eða þvert á lista. Þingsæti hvers lista ræðst þannig eingöngu af styrk frambjóðenda hans í þessari röðun.

Svo ég svari nú strax gagnrýni sem ég hef heyrt.

  1. Nei, það er ekki flókið að telja, við höfum haft aðgang að tölvum til að vinna svona verk í nokkuð langan tíma.
  2. Jú, það er rétt að frambjóðendur lista eru líka í innbyrðis keppni ("prófkjörsbaráttu") samhliða annarri kosningabaráttu. En réttur kjósanda til að ákveða hvaða fulltrúa hann vill á þing hlýtur alltaf að vera meira.
  3. Fólk hefur ekki áhuga á að setja sig nægilega vel inn í málin til að kjósa einstaklinga. Má vera, en þetta er réttur til þeirra sem vilja, ekki skylda, sérstaklega ekki ef boðið er upp á að kjósa lista.
  4. Kjósendur eins lista geta unnið "skemmdarverk" á listum annars lista. Nei, í rauninni ekki, listar þurfa auðvitað að vanda val frambjóðenda á sína lista og ef það er í lagi þá geta kjósendur annarra lista ekkert skemmt. Kjósendur bera auðvitað ábyrgð á því hverja þeir kjósa inn á þing og það er auðvitað fráleit hugsun að það verði í miklum mæli þannig að kjósendur velji frambjóðendur sem þeir vilja ekki sjá á þingi. 

 

 


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánar um stjórnlagaþingið

Sáttur við að sjá hugmyndir um rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrárbreytingar, stjórnlagaþing, kosningalögum breytt og persónukjör.

En ég saknaði að heyra hvernig á að koma þessu í framkvæmd. Er ekki stjórnlagaþing aðferðin við að ná öllum hinum atriðunum í gegn?

Auðvitað kostur að lagfæra það sem hægt er í kosningalögunum sem fyrst.

En aðalatriðið er að koma þessu í verk og fá "hlutlausa" aðila til að vinna verkið, þeas. ekki þingmennina sjálfa.

Vil sérstaklega benda á umræður hjá Lýðveldisbyltingunni.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing

Eru hugmyndir um að kjósa til stjórnlagaþings samhliða næstu kosningum að gleymast?

Er svo sem búinn að vera að tuða um þetta af og til í meira en tuttugu ár og ekki hefur verið hlustað á mig, frekar en aðra, og ætti ekki að koma á óvart þó þetta sofni.

Mér heyrist að stefnt hafi verið á 63 manna þing, hefði haldið að 10-12 væru nóg en skiptir ekki öllu svo framarlega sem ég kemst að..

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband