Könnun á Íslandi

Væri ekki fróðlegt að gera sambærilega könnun á Íslandi? Ef ég man rétt töldu um 40% sig vera trúaða fyrir nokkrum árum.

Sú könnun mætti vera ítarlegri,það væri gaman að sjá hverjir:

a) trúa á einhverja yfirnáttúrulega veru / fyrirbæri

b) trúa á að skapara

c) trúa á "persónulegan" guð

d) ef kristinn, trúa á upprisu 

e) ef kristinn, trúa á meyfæingu

f) eru trúlausir


mbl.is Sífellt færri trúa á guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að besta meðalið gegn þessari frummennsku sé að leiða fólki í ljós hvað stendur í trúarritum þeirra. Venjan er að fólk taki orð prelátanna á face value, en það er aldrei sannleikanum samkvæmt, sem þeir matreiða. Í alvöru talað. Taktu hvað sem er, sem hrekkur af þeirra munni og settu það undir ljós.

Flest er svo vita-fáránegt og órökrænt að mönnum hefði ekki tekist betur til í ruglinu þótt þeir meðvitað reyndu og hefðu sig alla við.

Opinberlega tala prestar um að 90% þjóðarinnar játir trú á Jesú. Sú tölfræði er fengin með að telja þá sem skírðir eru. Jafnvel ég og þú erum inni í þeirri tölu, þótt við séum afskráðir úr öllum söfnuðum. Skírnin verður aldrei vöskuð af.  Það var einmitt baráttumál Helga gamla Hós. Meira að segja hann komst ekki undan að vera inni í þessum margtuggðu prósentum.

Ég var annars að taka forsögu páskanna fyrir hér, fyrir þá sem vilja kíkja í fáránleikhús trúarbragðanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2010 kl. 19:03

2 identicon

Ég held ég myndi flokka mig undir C - hef aldrei einhvern veginn tekið trúarbrögð beint "alvarlega", lít frekar á allt þetta bókstaflega sem myndlíkingar eða dæmisögur, í líkingu við dæmisögur Esóps.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú segir nokkuð, ég tel sjálfan mig ekki  trúaðan á beinan skilning orðsins en ég tel að það sé eitthvað þarna úti sem ekki sé hægt að útskýra, hvort það sé "Almættið" eða eitthvað sem við í okkar littla og ónotaða heila erum að búa til ómeðvitað, er ekki gott að segja, en alla vega held ég að engin sé verri þó hann trúi á eitthvað

Guðmundur Júlíusson, 4.4.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hefur þetta ekki verið eitthvað knnað - þó etv. eki nákvæmlega sömu spurningar og nefndar eru í pistli.

Niðurstöður kannnna um  trúarlíf  íslendinga  virðast gefa til kynna að þeir séu mjög trúhneigðir (umfram v-evrópuþjóðir)  og ennfremur að þeir trúi sterkt á dulræn fyrirbrigði ýmiskonar.  Sem dæmi man eg sérstaklega eftir að um 1/5 hafði orðið fyrir reynslu utan líkama.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2010 kl. 10:29

5 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Jón Steinar, ég er búinn að skrá mig úr þjóðkirkjunni og hef tekið minn skírnarsáttmála til baka. Ólíkt mörgum öðrum trúlausum, td. Helga Hóseassyni, þá einfaldlega neita ég að gefa kirkjunni eitthvert vald til að ákveða hvort ég hafi gert það eða ekki.

Valgarður Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 12:03

6 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Guðmundur,

Mér finnst einmitt forvitnilegt að sjá hlutfall þeirra sem trúa á "persónulega" guðinn í biblíunni með þeim forsendum að meyfæðing og upprisan hafi verið bókstafleg, þeir sem trúa á þann guð með fyrirvörum um að um myndlíkingar hafi verið að ræða og svo þeir sem trúa á óskilgreind æðri máttarvöld.

Valgarður Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 12:03

7 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ómar, það var gerð könnun 2004 þar sem

    * 76% töldu sig "kristna"
    * 40% trúa á "kærleiksríkan guð sem við getum beðið til"
    * 10% mæta reglulega í kirkju

Þetta er nánar á sbr. http://www.kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf.

Ég efast amk. um að þessi kirkjusókn sé meiri en annars staðar.

En aðallega þætti forvitnilegt að sjá hvort þetta hefur breyst..

Valgarður Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 12:05

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valgarður, þér yfirsést "smáa letrið" í sambandi við fjölda þess sem sögðust vera kristnir (og þú ert alls ekki sá fyrsti). 76% af þeim sem sögðust vera trúaðir (~70%) sögðust vera kristnir. Þannig að ~50% sögðust vera kristnir. Þetta er í litla kassanum til vinstri á bls 28 í þessari könnun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2010 kl. 17:34

9 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Takk Hjalti, já hvernig á manni að detta í hug að maður þurfi að skoða smáa letrið, í aðaltextanum stendur jú "Ég játa kristna trú"..

Valgarður Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 19:09

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það hérna, ekki síður merkileg skýrsla Erlends haraldssonar á dulrænum upplifunum íslendinga og könnun Terry Gunnels dósents í þjóðfræði við HÍ

"Samanburður á meintri dulrænni reynslu
Íslendinga árin 1974 og 2006"

http://www3.hi.is/~erlendur/english/Samaburdur1974%202007.pdf

Mér finnst þetta með ólíkindum hátt hlutfall.

Td: "Orðið var við látinn mann" 38%

Og "Orðið fyrir reynslu utan líkama" 19%

Meina, reynslu utan líkama - það er nú ekkert smá dæmi !  1/5 þjóðarinnar !

Og hátt í helmingur orðið var við látinn mann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2010 kl. 20:48

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hvað snertir þetta umræðuefnið Ómar Bjarki? Undirstrikun þess að Íslendingar séu skilyrtir til hjátrúar og dulspeki? Hvað þýðir það að verða var við látinn mann?

Þetta er það sem kallast woowoo og tengist trúarskuldbindingu varla nokkuð. Verst að það skyldi ekki vera spurt um fljúgandi furðuhluti, álfa og tröll. Örugglega sláandi tölur líka.  

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband