Heimsókn
9.4.2010 | 00:37
Eins og ég hef lesið mikið um þetta tímabil hef ég aldrei almennilega skilið hversu mikinn þátt hann átti í að punkið náði flugi á sínum tíma. Hjá sumum var hann heilinn á bak við þetta, hjá öðrum flaut hann bara með. En ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að þetta hefði aldrei orðið eins án hans...
Það rifjast upp - ekkert sérstaklega merkileg - saga frá ágúst 1978. Við Stebbi vorum í London og fórum ásamt vinkonu okkar að kíkja í búðina þeirra á Kings Road, búðin hét þá Seditionaries.
Og jú, hann var á staðnum og við vorum rétt að byrja að spjalla við hann þegar kraftalegur og reiður ungur maður með kylfu kom á vettvang. Stutta útgáfan, og það sem við náðum að skilja - enski framburðurinn var jú ekki alveg sá sami og við höfðum lært í skóla og af sjónvarpinu - var að Malcolm hefði eyðilagt Sex Pistols og gott ef ekki punkið í leiðinni. Og hann ætlaði heldur betur að berja hann í spað og rústa búðinni.
Og ég hef alltaf dáðst að Malcolm fyrir viðbrögðin, hélt haus, talaði rólegur, bað hann um að skýra betur hvað hann meinti og rökræddi fram og til baka.
Við stöldruðum ekki lengi við því vinkona okkar - sem bjó í London - var mjög óróleg og við létum til leiðast að hverfa fljótlega. En ekki fyrr en Malcolm hafði talað náungann niður og var kominn með honum út á götu að ræða málin.
Umboðsmaður Sex Pistols látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var í mynlistaskóla þegar pönkið var að byrja. Man að þá gekk ein kassetta manna á milli með sex pistols og var hún spiluð í öllum partýum og var pukrast með hana eins og eiturlyf. Minnir að það hafi verið Jens Guð sem átti hana. Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður var í bekk með mér líka, en hann tók svo Rokk í Reykjavík.
Mér fannst þetta alltaf vera svolítið stutt ævintýri. Það var uppreisn í loftinu, nýlistadeildin var stofnuð og menn sögðu viðteknum venjum stríð á hendur. Tónlistin hafði áður gengið í sjálfsvorkunar og sjálfsmorðsballöðum Labba í Mánum, Villla Vill, Helenu Eyjólfa og Kristínar ólafsdóttur, svo þetta var lítl sprenging. Þið stóðuð ykkur frábærlega í þessu og skilduð eftir dýpri spor en margir telja.
Kynntist pönkinu ekkert innanfrá en kynntist þó mönnum eins og Steina Magg, Gunnþóri í Q fo you og Friðrik Erlings ofl. Ósköp venjulegir og snjallir strákar og stórtalentar.
Svo kom Diskóið, nýjamálverkið og feminlistin sætvellan öll og drap þetta. Ég fæ enn hroll þegar ég minnist Hollywoodáranna með Jacksonskrækjunum og Martini Bianco i vatni.
Minn rebel var innanfrá og lifir enn. Sýnist þinn lifa góðu lífi líka þarna í þér. Það spruttu margir kröftugir og skemmtilegir frumkvöðlar og listamenn úr þessum jarðvegi.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 07:33
Það voru svo góðir kunningjar mínir, sem gerðu heimildarmynd um ykkur og pönkið síðar, ef ég. Þorkell og Marinó. Það var skemmtileg mynd, en ég hefði viljað sjá uncut version líka, þar sem þessir kallar fengju að vaða á súðum. Þarna var greinilega mikill sagnabrunnur, sem aðeins var gáraður.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 07:45
Þetta "ef ég" er senilega framlag MBL við athugasemdina. Ekki mín tlun að þetta rataði þarna inn.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 07:46
Takk, jú, Þorkell og Örn Marinó gerðu mynd 2004...
En þetta kom eiginlega á eftir diskóinu - þurftirðu nú endilega að minna mig á Biancoið? - og lifir enn góðu lífi og hefur sín áhrif þó tískan sem fylgdi hafi runnið út..
Valgarður Guðjónsson, 9.4.2010 kl. 13:01
Jú mikið rétt, maður ætti kannski að segja indípoppið, petshop boys, aha, tears for ferars og það allt. Annars fór pönkið út í svona ballöður og sætleika líka eins og raun varð með Stranglers og Clash. Maður heyri Golden Brown enn í dag sem dinner og lyftutónlist. Má ekki misskiljast. Þessi tónlist var mörgum þrepum ofar en það sem var mainstream í þá daga.
Annars rennur þessi tími svolítið saman hjá manni. Það var mikið að gerast í úfnum kolli þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.