Auðvitað
11.4.2010 | 12:39
Enda hvers vegna ætti maðurinn að vera hafinn yfir lög?
Ég held satt að segja að eina von kaþólsku kirkjunnar sé að gera undanbragðalaust hreint fyrir sínum dyrum. Leggja fram öll gögn, allar upplýsingar, aðstoða við rannsókn og taka af allan vafa um þeir njóta ekki friðhelgi.
Enda hvar á að draga mörkin? Ef páfinn er friðhelgur, gildir sama um kardinála? Biskupa? Forstöðumenn sértrúarsöfnuða?
Svo á hinn bóginn, kannski er ekki svo slæmt að kaþólska kirkjan haldi áfram að grafa sína eigin gröf... (þannig séð).
Hyggjast handtaka páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei ég er á því að páfi geti ekki og megi ekki vera friðhelgur. Kaþólska Kirkjan er eins og hvert annað fyrirtæki og lýðræðislega gæti hann aldrei notið friðhelgi.
Ég tek undir það að páfi eins og hver annar á að standa fyrir máli sínu.
Síðan vona ég að þetta heimsveldi sem Kaþólska kirkjan er, líði undir lok hið fyrsta.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.