Leiðari börn í trúfélögum..
16.3.2009 | 00:34
Ég er enn að reyna að botna í sunnudagsleiðara Moggans..
Þar er því haldið fram að vegna þess að fjölskyldan kenni börnum siðfræði og kynni þeim lífskoðanir sé rétt, jafnvel nauðsynlegt, að leyfa að skrá þau í trúfélög.
Þó ekki væri annað, datt leiðarahöfundi aldrei í hug að kenna mætti börnum siðfræði á heimilinu án þess að hlaupa til og skrá þau í trúfélag?
Eða er þetta svona sláandi dæmi um hugsun sem er föst í hjólförum kirkjunnar?
Athugasemdir
Heill og sæll; Valgarður !
Virðum þeim Hádegis móa mönnum (Mbl. mönnum); til vorkunnar nokkurrar, að þeir eru hálf vankaðir þessi misserin, hvar þeir eru, að átta sig, á húsbænda skiptum sínum.
Gæti verið; skýring að hluta.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 01:36
Já, ég var einmitt alveg undrandi yfir þessum sama leiðara.
Alexandra Briem, 19.3.2009 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.