Hvar eru rökin?

Ég er að láta þessa svokölluðu fréttaskýringu fara í taugarnar á mér - það koma einfaldlega engin rök fyrir lækkun á hámarksmagni fram.

Svo ég byrji nú vinsælda rökvillunni,"Allir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála...". Eru þetta rök? Hverja var rætt við? Hver voru þeirra rök fyrir sinni skoðun? Ég get örugglega rætt við nokkra vel valda félaga og fengið gagnstæða niðurstöðu, "allir sem ég ræddi við voru sammála..."

Og óljósu rökin "en rannsókn sænskra umferðaryfirvalda bendir til þess að umferðarslysum hafi fækkað í kjölfarið" segir auðvitað ekki neitt. Annað hvort sýndi rannsóknin afdráttarlaust fram á að umferðaslysum hafi fækkað beinlínis sem afleiðing af breytingunum - eða ekki.

Eru einhver rök fyrir því að lækka mörkin? Eru einhver dæmi um slys vegna þess að ökumaður hafi verið á þessu bili?

Þetta er svo sem í anda þeirra löggjafa sem virðast vera í tísku - sýndarmennska sem hljómar vel, tekur ekki á raunverulegu vandamáli en setur almennar og óþarfar takmarkanir.

Ef þetta verður samþykkt ætla ég að bjóða Penn og Teller í heimsókn, þeir hljóta að vera að leita að nýju efni.


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Þarna gæti ég ekki verið meira sammála þér. Sérstaklega vantar einhverja tölfræði um hversu mörgum slysum þeir valda sem eru á þessu bili.

Annars er mér einnig minnisstæð önnur álíka vitleysa þar sem farið var í sértækar aðgerðir gegn ofsaakstri. Þar var sett í lög að gera mætti bíla ökuníðinganna upptæka, sem í sjálfu sér er allt í lagi, en þeir bættu einnig inn í lögin lækkun vikmarka úr 10 niður í 5 km/klst. Sem þýðir að nú mega þeir sekta þig á 96 í stað 101. Þetta kemur ofsaakstri ekkert við. Þarna eru vikmörkin orðin svo lítil að ekki einusinni cruise controlið nær að halda sig innan þeirra, hvað þá ef þú þarft að taka framúr.

Þetta eru hvort tveggja tilgangslausar löggjafir sem einungis skapa tekjur í ríkissjóð án nokkurs raunverulegs ávinnings.

Reputo, 26.7.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband