Heilbrigð æska, pönk og Kópavogur

Gaman að sjá sýninguna "Heilbrigð æska, pönkið og Kópavogurinn" á laugardag í Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi - enda málið skylt.

Þeim Heiðu og Pétri hefur tekist alveg sérstaklega vel til við að finna skemmtilega fleti á viðfangsefninu - landakort með helstu kennileitum, lyktin sem fylgdi (að mér skilst, verð að játa að ég mundi ekki eftir henni), tíkallasími með tónlist og opnun á undirgöngunum við gömlu skiptistöðina.

Gestafjöldinn við opnunina kom heldur betur á óvart og nokkur andlit sem við höfum ekki séð lengi.

Blóð og HFF spiluðu nokkur lög við opnunina, en þar sem við Fræbbblar erum komnir í dvala - hugsanlega endanlegan - gátum við ekki spilað. Við Assi, Helgi og Iðunn spiluðum nokkur gömul lög með aðstoð Gumma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband