Fordómar
1.11.2009 | 23:10
Ég fékk þessar spurningar frá Gallup fyrir nokkrum dögum.
Og datt ekki í hug að svara.
Hvernig dettur CG í hug að biðja fólk um að flokka heilar þjóðir jákvætt, hlutlaust eða neikvætt og gefa einkunn?
Það er jafn fráleitt að stimpla fólk eftir þjóðerni eins og að dæma út frá kyni, litarhætti eða trúarbrögðum.
Og sá hugsunarháttur að það sé í lagi að gefa heilu þjóðunum einkunn leggur grunninn að fordómum.
Íslendingar jákvæðastir í garð Norðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkuð sammála. Ég hef til dæmis mikil samskipti við bandaríkjamenn og er mjög vel við þá en jafnframt mikill andstæðingur bandarískrar utanríkisstefnu. Hvernig ætti ég þá að svara svona spurningu um þá?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.