Að skjóta sig í fíkniefnavarnarfótinn...

Ég datt fyrir tilviljun inn á þráð eftir Guðrúnu nokkra Sæmundsdóttur um dópáróður á „blogginu“ fyrir nokkrum dögu - ákvað bíða aðeins með að birta þessa athugasemd..

Ég gerði athugasemd við eina röksemdafærsluna hjá henni án þess að fara í nokkru inn á málefnið sjálft. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir til að fá svar kom almenn athugasemd þess efnis að allir sem ekki tækju undir með henni væru talsmenn fíkniefnasala. Ég vildi gefa henni kost á að undanskilja mig frá þessu en hún eyddi færslunni og lokaði á athugasemdir frá mér.

Án þess að fara nánar út í smáatriði þá þoli ég ekki kannabisefni, hef aldrei snert þau, hef séð fólk fara illa af neyslu þeirra (þó ekki marga, svo ég sé nú sanngjarn) og hef td. skömm á þeim sem eru að selja krökkum efnið. Á hinn bóginn held ég að það sé ekki rétt leið að banna þessi efni – einfaldlega eins og svo margt annað sem ég þoli ekki, þá er það ekki mitt að ákveða hvaða heimsku fólk tekur sér fyrir hendur – og ég vil sjá betri rök og almenn viðmið um hvenær eitthvað er bannað og hvenær ekki.

Ástæðan fyrir að ég gerði athugasemdina upphaflega var að mér sýndist Guðrún vera að skrifa í fullri einlægni en að hún áttaði sig ekki á hvernig svona skrif virka. Sú aðferð að skrifa í innihaldslausum fullyrðingum sem ekki eru studdar upplýsingum, upphrópunum, rökleysum og röfli út í bláinn – að ekki sé minnst á skilningsleysi á tjáningarfrelsi og málfrelsi – málar þá mynd af andstæðingum fíkniefna að þeir séu dómsdags [nú dettur mér ekkert orð í hug sem er sterkt, neikvætt og jafnframt nægilega kurteist, þannig ég bið lesendur að stinga hér inn orði að eigin vali].

Og ef þeir sem ekki þekkja til komast að þeirri niðurstöðu að andstæðingar einhvers séu ekki með öllum [enn og aftur vantar kjarnyrtan frasa] þá verður það hugsanlega til að sú ályktun verði ofan á að þeir hafi rangt fyrir sér.

Það hvarflaði að mér að þetta hefði verið með ráðum gert, „bloggarinn“ væri kannski tilbúin persóna og tilgangurinn að eyðileggja málstað þeirra sem eru á móti fíkniefnum. Við nánari skoðun virðist hún þó vera til og færslan kannski skrifuð í góðri trú.

Það breytir því þó ekki að afleiðingarnar af svona bulli verða miklu líklegar þær að fleiri telji allt í lagi að prófa og nota kannabisefni en ef hún hefði haldið sig til hlés, eða amk. reynt að hafa grein sína málefnalega og rökstudda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekki fóðra tröllin, hún er internettröll hún Guðrún, hendir út gagnrýni og eða röksemdarfærslum en blessar mann og annan sé viðkomandi sammála henni en bannfærir aðra.

Sævar Einarsson, 8.11.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband