Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Enn ein þvælan orðin að "frétt"

Eru í alvörunni engin takmörk á þvælunni sem birtast sem "fréttir"?

Nei, auðvitað ekki, en þetta toppaði samt á svo mörgum sviðum.

"Ekki sjáanleg með berum augum"... sem sannast hvernig?

Og ef rétt er, hvort er líklegra, galli í myndavélinni / linsunni / símanum eða geimskip? Ef þetta eru "geimskip" er þá símamyndavélin orðin "skyggn" (þeas. á geimskip)? Hvaða eiginleikar símamyndavélar nema breytingar á ljósi sem mannlegt auga greinir ekki?

Og ef þetta er ekki sjáanlegt með berum augum, hvers vegna sést þetta með berum augum á myndinni?

"Hann þvertekur fyrir að um fölsun sé að ræða" - ég kann líka á PhotoShop og get þvertekið fyrir hvað sem er til að komast í blöðin - að ég tali nú ekki um ef ég fæ borgað fyrir, sem bresku blöðin eru örugglega nógu vitlaus til að gera.

 


mbl.is Geimverur yfir London?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðari börn í trúfélögum..

Ég er enn að reyna að botna í sunnudagsleiðara Moggans..

Þar er því haldið fram að vegna þess að fjölskyldan kenni börnum siðfræði og kynni þeim lífskoðanir sé rétt, jafnvel nauðsynlegt, að leyfa að skrá þau í trúfélög.

Þó ekki væri annað, datt leiðarahöfundi aldrei í hug að kenna mætti börnum siðfræði á heimilinu án þess að hlaupa til og skrá þau í trúfélag?

Eða er þetta svona sláandi dæmi um hugsun sem er föst í hjólförum kirkjunnar?


Vangaveltur um persónukjör

Svo það sé á hreinu þá fagna ég auðvitað frumvarpi um persónukjör, því þó hænufet sé, þá er það í rétta átt og sennilega eina leiðin án stjórnarskrárbreytingar.

En nokkur atriði sem mættu kannski fara betur.

Í frumvarpinu segir að hluta skuli til um hverjir komast á lista ef fleiri bjóða sig fram en mega vera á lista í hverju kjördæmi. Ég óttast að þetta geti fælt flokka frá því að bjóða fram óraðaðan lista. Það gæti hæglega þýtt að leiðtogi viðkomandi flokks kæmist ekki á lista. Mætti ekki einfaldlega skipta framboði upp í tvo (eða fleiri) lista undir sama listabókstaf, þeas. "X" og "XX"? Til að það sé raunhæft þyrfti reyndar að breyta ákvæði kosningalaganna sem segir að á hverjum lista skuli vera nákvæmlega tvöfaldur fjöldi þingsæta í viðkomandi kjördæmi, til dæmis þannig að það sé einungis hámarksfjöldi.

Önnur leið væri auðvitað að  engin takmörkun væri á fjölda frambjóðenda á lista, en kannski þyrfti í því tilfelli að gera kröfur um aukinn fjölda meðmælenda.

Kom ekki til greina að leyfa hreyfingum að ákveða röð nafna á lista, þó það hafi ekkert annað vægi en að vera tillaga viðkomandi hreyfingar?

Hefði ekki verið einfaldara að nota sömur reiknireglur við úthlutun þingsæta hvort sem listi er raðaður eða óraðaður?

Látum orðalag í frumvarpinu liggja á milli hluta, amk. að sinni.


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband