Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

... er þetta kannski rétt hjá honum?

Það er alltaf auka álag á viðbjóðs-tilfinninguna sem maður fær við að lesa svona fréttir þegar á bætist að glæpurinn hafi verið framinn í nafni guðs og guð standi á bak við þetta allt saman.

Svo bætist við annar hrollur - kannski líta kristnir menn á þennan mann sem sinn spámann í framtíðinni.. því hvað er ólíkt með honum og spámönnum biblíunnar?

Guð talaði til þeirra og skipaði þeim hitt og þetta. Þeir hlupu til og myrtu, nauðguðu og hnepptu fólk í þrældóm.

Fáránlegt?

Veit ekki, munið að minnsta kosti að fordæma alla glæpamennina í biblíunni á meðan þið eru að fordæma þennan.

Ég geri það.


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmáttur bænarinnar

Það er kannski illa gert að gera mál úr þessari frétt - og þó ekki - þetta er augljóslega óendanlega sorglegt og fráleitt að hugsa til þess að þetta gerist í dag - en það er nauðsynlegt að hamra á því sem skiptir máli.

Það má nefnilega ekki gleyma að þetta er ekkert einsdæmi - og það sem verra er - í minni mæli og ekki alveg eins sýnilegri - er fólk að hafna einföldum vívsindalegum staðreyndum, td. í læknisfræði, fyrir alls konar bábiljur, hvort sem um er að ræða bænir til ímyndaðra vera eða hvers konar kukls í lækningaskyni. 


mbl.is Reyndu að lækna dóttur sína með bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband