Stundum og stundum ekki biblían

Ég er kannski óheppinn með viðmælendur þegar ég lendi á spjalli við ókunnuga á öldurhúsum bæjarins. Ég hef í það minnsta óþægilega oft lent á fólki sem þarf að sannfæra mig um að biblían sé orð guðs og í henni megi finna Sannleikann. Það tekur yfirleitt ekki langan tíma að fá viðkomandi til að viðurkenna að auðvitað eigi ekki að taka allt sem þar stendur bókstaflega. Og eiginlega mest lítið ef út í það er farið, þetta eigi allt að skoða í samhengi þeirra sem skrifuðu og þeirra tíma. Þannig að eftir stendur full lítið sem á að taka eins og það stendur.

Og við nánari skoðun þá hefur það sem á að taka mark á breyst heldur betur hressilega í gegnum tíðina. Viðmiðunin er alltaf hvað fólk telur siðferðilega rétt á hverjum tíma. Við rökræðum og komumst að niðurstöðu. Og ef viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt hverju sinni þá þarf auðvitað enga biblíu. Ég geri ekki lítið úr sögulegu hlutverki hennar eða áhugaverðum sögum frá fyrri tímum. En þetta er auðvitað engin viðmiðun. Viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt.

Þetta er umfjöllunarefni í nýju lagi okkar Fræbbbla, „Í hnotskurn". Það má heyra á Tónlist.is og á GogoYoko- þarna er hægt að heyra búta. Og jafnvel sjá á YouTube


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

ágætt alveg

Gunnar Waage, 26.8.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband