Rokk í Reykjavík 2.0

Aðeins farinn að hlakka til kvöldins, belgíski læknirinn og íslenskutónlistaráhugamaðurinn Wim Van Hooste hefur skipulagt afmælishljómleika í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Rokk í Reykjavík var frumsýnd.

Nú er það ekkert leyndarmál að við Fræbbblar vorum frekar ósáttir við okkar hlut í myndinni og fannst hún ekki gefa mynd sem var neitt nálægt því sem við vorum að gera.

En þetta verður á Gauknum í kvöld (24. maí) og dagskráin verður:

20:00 Rímur
20:05 Sudden Weather Change
20:40 Morðingjarnir
21:15 Æla
21:50 Hellvar
22:15 Hlé: Sigurvegari úr Videó samkeppni kynntir – Spjall frá Wim Van Hooste
22:30 Mosi frændi
23:05 Dr. Gunni
23:40 Q4U
00:15 Fræbbblarnir

01:00 (lýkur) 

Þannig að þetta getur eiginlega ekki klikkað. Ég hlakka að minnsta kosti mikið til.

Helgi Briem nær ekki að spila á bassa hjá okkur, en  Þorsteinn sem er rétt ný genginn í hljómsveitina aftur spilar á bassann og Ríkharður, sem líka er nýkominn heim, spilar á gítar.

Og það stefnir í að hluti blásarasveitar hinnar frábæru Ojba Rasta taki tvö lög með okkur. 


Fleiri Fræbbblar

Meðlimum Fræbbblanna var að fjölga um tvo... upphaflegur bassaleikari Þorsteinn Hallgrímsson og nánast upphaflegur gítarleikari, Ríkharður Friðriksson eru komnir aftur til leiks. Báðir spiluðu þeir á fyrstu plötunni, Steini spilaði á fyrstu hljómleikunum en Rikki gekk í hljómsveitina í ársbyrjun 1979.

Þetta ætti að verða til þess að við náum að spila oftar, en meðlimir hafa verið alveg með eindæmum uppteknir - sérstaklega yfir sumartímann - síðustu árin.

Það hefur verið auðsótt mál að fá þá báða til að hlaupa í skarðið með litlum fyrirvara en við höfum haft mismikinn tíma til að undirbúa og verið að vandræðast með nafnið. Og báðir hafa spila með okkur á punk hátíðum síðustu ára.

Þannig að þetta er miklu einfaldara.

Og svo er ekki ólíklegt að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja við að vinna nýtt efni.


Orð gegn ofbeldi

Fyrir áramót tapaði sonur okkar meiðyrðamáli í héraðsdómi. Fyrir utan undarlega röksemdafærslu dómara og sérstaka hugtakanotkun þá er margt við þennan dóm að athuga.

Það er eins og réttarkerfið sé að einblína á harðar refsingar fyrir umdeilanleg ummæli, jafnvel eru tilfelli þar sem dómarinn virðist ekki hafa lágmarks lesskilning.

Ofbeldisfólk virðist hins vegar alltaf njóta vafans og ýmist fá væga dóma og sleppa frekar vel.

Þetta er þó aðeins hluti af stærra máli og varasamri þróun. Fái dómurinn að standa er komin upp sú óþolandi staða að fólk þorir ekki að tjá skoðanir eða taka þátt í almennri umræðu af ótta við að vera dæmt til að greiða háar skaðabætur.

Jafnvel þeir sem eru sýknaðir sitja oftar en ekki uppi með háan lögfræðikostnað.

Lögfræðikostnað sonarins er þegar kominn úr öllu hófi og er hann nú að safna fyrir áfrýjun til Hæstaréttar.

Það hjálpar allt. Þannig að ef einhver vill styðja hann má leggja inn á reikning 0513-14-403842 – kt. 180883-4019.

Rétt er að taka fram að það sem safnast verður eingöngu notað til að standa straum af lögfræðikostnaði Andrésar, gangi allt að óskum og fáist málskostnaður greiddur verður allur stuðningur endurgreiddur. Sama gildir ef svo vel tekst til að meira safnist en á þarf að halda, þá verður stuðningur endurgreiddur hlutfallslega.


Ekki skjóta sendiboðann

Nú hef ég skömm á því sem Snorri er að segja en það sem truflar mig í þessu máli - og eflaust fleiri trúleysingja - er að Snorri er einungis að boða það sem trúir segir honum. Það er ekkert langt síðan prestar þjóðkirkjunnar töluðu svona.

Þannig að Snorri er ekki vandamálið heldur þessi boðskapur biblíunnar og þessi svokallað "kristna arfleifð". Er ekki svolítið verið að "skjóta sendiboðann" með því að gera Snorra að blóraböggli í þessu máli?

Er ekki kominn tími til að gera upp við þessa arfleifð? Það mætti til dæmis byrja á að taka hana úr grunnskólalögum.


mbl.is Óttast uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísvitandi rangfærslur

Gott að fá staðfest að bæði biskup og Þórhallur fóru vísvitandi með rangt mál.

Og ánægjulegt að sjá að enn er nóg af heiðarlegu fólki innan kirkjunnar, sem ég vissi svo sem fyrir.

Það eina sem var kannski ekki rétt hjá Gísla var að það væri einhver afsökun fyrir Karl og Þórhall að þeim hafi líkað illa við upphaflegar tillögur.

Bréfið breytti auðvitað engu, staðfesti einfaldlega það sem allir vissu sem vildu vita.

Skyldi þetta vera einhvers konar "taktík" hjá kirkjunnar mönnum að dæla rangfærslum vísvitandi í fjölmiðla?

Vonandi tekur fjölmiðlafólk næstu upphrópunum þeirra með meiri fyrirvara.


mbl.is Með sama sniði og fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðfræðikennsla

Það er óneitanlega umhugsunarefni, eftir umræður um verðtryggingar lána, hvort ekki þurfi að endurskða stærðfræðikennslu í grunnskólum.

Nú má deila um sanngirni vísitölu og hvort það eigi að verðtryggja lán eða ekki.

En þegar margra daga umræða fer af stað vegna þess að á YouTube dettur inn myndband þar sem höfundur segir bankana nota ranga aðferð við að reikna verðtryggingu. Hann fullyrðir (ranglega) að allir bankarnir verðtryggi höfuðstól og segir að réttu leiðina þá að verðbæta greiðslur (sem sumir bankarnir gera reyndar). 

En svo fer hann að reikna og gerir einfaldlega skelfilega villu. Og fær þannig kolranga niðurstöðu. Og dregur þá ályktun að það megi túlka lögin þannig að önnur niðurstaða fáist.

Það er auðvitað búið að benda á villuna. En það er enn fullt af fólki sem heldur að reikningarnir séu réttir og eitthvert svindl, svikamylla sé í gangi með reiknireglurnar.


Stundum og stundum ekki biblían

Ég er kannski óheppinn með viðmælendur þegar ég lendi á spjalli við ókunnuga á öldurhúsum bæjarins. Ég hef í það minnsta óþægilega oft lent á fólki sem þarf að sannfæra mig um að biblían sé orð guðs og í henni megi finna Sannleikann. Það tekur yfirleitt ekki langan tíma að fá viðkomandi til að viðurkenna að auðvitað eigi ekki að taka allt sem þar stendur bókstaflega. Og eiginlega mest lítið ef út í það er farið, þetta eigi allt að skoða í samhengi þeirra sem skrifuðu og þeirra tíma. Þannig að eftir stendur full lítið sem á að taka eins og það stendur.

Og við nánari skoðun þá hefur það sem á að taka mark á breyst heldur betur hressilega í gegnum tíðina. Viðmiðunin er alltaf hvað fólk telur siðferðilega rétt á hverjum tíma. Við rökræðum og komumst að niðurstöðu. Og ef viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt hverju sinni þá þarf auðvitað enga biblíu. Ég geri ekki lítið úr sögulegu hlutverki hennar eða áhugaverðum sögum frá fyrri tímum. En þetta er auðvitað engin viðmiðun. Viðmiðunin er einfaldlega hvað okkur finnst rétt.

Þetta er umfjöllunarefni í nýju lagi okkar Fræbbbla, „Í hnotskurn". Það má heyra á Tónlist.is og á GogoYoko- þarna er hægt að heyra búta. Og jafnvel sjá á YouTube


Að sitja heima á kjördag

er undarleg afstaða til einstaks tækifæris í Íslandssögunni til að gera loksins okkar eigin stjórnarskrá.

En það þýðir sennilega ekkert að skammast hér, þeir sem ekki hafa áhuga eru varla að lesa bloggfærslur um kosningarnar.

En kannski er það allt í lagi, þeir sem eru áhuga- og/eða skoðanalausir gera kannski best að sitja heima.


Ríki og kirkja

Nú virðist nokkuð almennur vilji fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju hjá frambjóðendur til stjórnlagaþings, svo og hjá kjósendum, amk. ef marka má skoðanakannanir.

Fyrir mér er þetta sjálfgefin afleiðing af jafnrétti trúar- og lífsskoðana.

Þetta stafar ekki af neinum illvilja til kirkjunnar eða hennar þjóna, þar starfar fullt af heiðarlega og góðu fólki og sinnir sínu fólk vel. Og allt í góðu með það mín vegna.

Þetta er hins vegar ekki fyrir mig og það skiptir mig miklu að búa við jafnrétti að þessu leyti.

Helstu rökin gegn aðskilnaði eru að hann verði óhemju dýr vegna þess að ríkið hafi tekið yfir eignir kirkjunnar gegn "framfærsluskyldu".

Fyrir það fyrsta þá virðist ekki nokkur leið að fá einu sinni grófa hugmynd um verðmæti þessara eigna. Nokkkrir prestar hafa haldið því fram að verðmætið sé nálægt 17 billjónum króna. Ekki veit ég á hverju það er byggt enda fást engar skýringar. Þar fyrir utan virðist ekki á hreinu hvernig kirkjan eignaðist margar þessara eigna.

En þetta er ekki peningaspurnsmál. Ef í ljós kemur að þetta er dýrt og eignirnar eru mikils virði þá er bara að kyngja því. Þetta er eitthvað sem má alltaf leysa, gæti tekið tíma, og sjálfsagt að vinna að því í sátt við kirkjuna að ná samkomulagi og gefa aðlögunartíma.

Fyrsta skrefið er að vita hvert á að stefna. Svo er það einfaldlega verkefni að finna út hvernig.


Er stjórnlagaþing ekki rétt leið?

Sú gagnrýni heyrist oft að það sé hlutverk Alþingis að breyta stjórnarskránni og það hess vegna sé stjórnlagaþing ekki rétt leið.

Þarna er auðvitað verið að rugla saman tveimur atriðum, annars vegar vinnunni við að skrifa nýja stjórnarskrá eða vinna tillögur að breytingum og hins vegar samþykktarferlinu.

Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar og gerir (vonandi) á endanum í því ferli sem nú er í gangi.

Alþingi getur hins vegar kallað eftir ráðgjöf við að vinna tillögurnar eins og oft hefur verið gert áður.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband