Er stjórnlagaþing ekki rétt leið?

Sú gagnrýni heyrist oft að það sé hlutverk Alþingis að breyta stjórnarskránni og það hess vegna sé stjórnlagaþing ekki rétt leið.

Þarna er auðvitað verið að rugla saman tveimur atriðum, annars vegar vinnunni við að skrifa nýja stjórnarskrá eða vinna tillögur að breytingum og hins vegar samþykktarferlinu.

Alþingi þarf að samþykkja breytingarnar og gerir (vonandi) á endanum í því ferli sem nú er í gangi.

Alþingi getur hins vegar kallað eftir ráðgjöf við að vinna tillögurnar eins og oft hefur verið gert áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband