Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Túlkunin
18.4.2010 | 13:05
Ég hjó eftir nokkrum atriðum í [annars frekar ruglingslegri] hugvekju dagsins frá biskup í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Biskup talar um að hægt sé að skaða, spilla, eyða og deyða með orðinu. Þar er ég sammála honum. Enda hefur það margoft verið gert. Og hann talar líka um mikilvægi þess að túlka orðið og að vera ekki að endurtaka í sífellu einstakar ritningargreinar.
Og þar erum við kannski komin að kjarna málsins. "Orðið" er einskis virði eitt og sér, það sem skiptir máli er hvernig það er túlkað. Túlkunin eru svo háð samtímanum og tíðarandanum hverju sinni. Túlkunin er það sem skiptir máli.
Og ef túlkunin er málið, er þá ekki "orðið" orðið óþarft? Mætti ekki þess vegna nota eitthvert vel valið safn ævintýrasagna. Eða enn betra, einfaldlega sleppa sögusafninu úr samhenginu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að skrifa stjórnarskrá
17.4.2010 | 18:40
Ég var að koma af einstaklega góðum fundi um stjórnarskrána.
Boðað var til fundarins hjá áhugafólki um stjórnarskrána auk þess sem fundurinn var kynntur opinberlega, sú kynning fór kannski fram hjá mörgum í viku liðinnar stórfréttaflóði.
En þetta var auðvitað eingöngu fyrsta skrefið, mikil vinna er framundan og nauðsynlegt að fá sem flesta að þeirri vinnu.
En í dag var velt upp hvaða atriði ættu hugsanlega að vera í stjórnarskrá. Ekki til að ákveða hvað ætti að standa í henni, heldur einfaldlega hvaða atriði þarf að skoða, hafa í huga og taka ákvörðun um í framhaldinu.
Notast var við formið á þjóðfundinum og var gaman að vinna eftir aðferðafræði þeirra hugmyndaráðuneytistmanna undir stjórn Guðjóns Más... ætla annars að segja betur frá á næstu dögum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fífl í páfagarði?
13.4.2010 | 19:41
Smá inngangur.
Ég er ekki að gagnrýna trúaða, kristna eða kaþólska. Ég er að gagnrýna þá stofnun sem kaþólska kirkjar er.
Ég hef nokkrum sinnum sett inn færslur vegna kaþólsku kirkjunnar. Flestar tengjast því flóði frétta af kynferðilegri misnotkun þjóna kirkjunnar á börnum. Ég velti fyrir mér - við lítinn fögnuð kaþólskra - hvort hegðun kirkjunnar bæri vott um siðblindu - og ef svo væri - hvort sú kirkjustofnun ætti sér yfirleitt einhvern tilverurétt.
Í síðustu færslu velti ég fyrir mér hvort það væri ekki fyrir bestu að kaþólska kirkjan héldi áfram að "grafa sína eigin gröf".
Bertone tekur mig á orðinu, þó ég efist um að hann hafi séð færsluna mína.
En það er góð regla að spyrja ekki spurninga ef svarið skiptir ekki máli.
Það skiptir nefnilega ekki máli hvort þeir sem stýra kaþólsku kirkjunni eru hrein og klár fífl eða illa innrættir glæpamenn.
Heimurinn er betur settur án hennar.
Segir samkynhneigð orsök barnaníðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Auðvitað
11.4.2010 | 12:39
Enda hvers vegna ætti maðurinn að vera hafinn yfir lög?
Ég held satt að segja að eina von kaþólsku kirkjunnar sé að gera undanbragðalaust hreint fyrir sínum dyrum. Leggja fram öll gögn, allar upplýsingar, aðstoða við rannsókn og taka af allan vafa um þeir njóta ekki friðhelgi.
Enda hvar á að draga mörkin? Ef páfinn er friðhelgur, gildir sama um kardinála? Biskupa? Forstöðumenn sértrúarsöfnuða?
Svo á hinn bóginn, kannski er ekki svo slæmt að kaþólska kirkjan haldi áfram að grafa sína eigin gröf... (þannig séð).
Hyggjast handtaka páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsókn
9.4.2010 | 00:37
Eins og ég hef lesið mikið um þetta tímabil hef ég aldrei almennilega skilið hversu mikinn þátt hann átti í að punkið náði flugi á sínum tíma. Hjá sumum var hann heilinn á bak við þetta, hjá öðrum flaut hann bara með. En ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að þetta hefði aldrei orðið eins án hans...
Það rifjast upp - ekkert sérstaklega merkileg - saga frá ágúst 1978. Við Stebbi vorum í London og fórum ásamt vinkonu okkar að kíkja í búðina þeirra á Kings Road, búðin hét þá Seditionaries.
Og jú, hann var á staðnum og við vorum rétt að byrja að spjalla við hann þegar kraftalegur og reiður ungur maður með kylfu kom á vettvang. Stutta útgáfan, og það sem við náðum að skilja - enski framburðurinn var jú ekki alveg sá sami og við höfðum lært í skóla og af sjónvarpinu - var að Malcolm hefði eyðilagt Sex Pistols og gott ef ekki punkið í leiðinni. Og hann ætlaði heldur betur að berja hann í spað og rústa búðinni.
Og ég hef alltaf dáðst að Malcolm fyrir viðbrögðin, hélt haus, talaði rólegur, bað hann um að skýra betur hvað hann meinti og rökræddi fram og til baka.
Við stöldruðum ekki lengi við því vinkona okkar - sem bjó í London - var mjög óróleg og við létum til leiðast að hverfa fljótlega. En ekki fyrr en Malcolm hafði talað náungann niður og var kominn með honum út á götu að ræða málin.
Umboðsmaður Sex Pistols látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er þetta kannski óhjákvæmilegt hjá kaþólsku kirkjunni?
8.4.2010 | 01:11
Smá fyrirvari áður en lengra er haldið. Ég er ekki að gagnrýna alla trúaða, alla kristna, alla kaþólikka, alla presta eða alla kaþólska presta. Eða gera lítið úr trú þeirra. Ég er að hugsa um kaþólsku kirkjuna sem stofnun.
En það er ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvers vegna svona mörg mál barnaníðinga hafa komið upp innan kaþólsku kirkjunnar. Auðvitað eru engar haldbærar upplýsingar til um hvort þetta sé algengara innan kaþólsku kirkjunnar en annarra kirkjudeilda eða almennt í viðkomandi þjóðfélagi. En óneitanlega finnst mér langsótt tilhugsun að þetta hlutfall sé jafn hátt annars staðar.
Getur verið að krafan um skírlífi presta eigi stærstan þátt í þessu? Ef við veltum fyrir okkur ímynduðum tölum og gefum okkur 1.000.000 kaþólikka og að 500 (0,05%) þeirra hafi ekki löngun í hefðbundið fjölskyldulíf, hafi meiri áhuga á td. börnum. Gefum okkur að að hundraðasti hver kaþólikki velti fyrir sér, í mismikilli alvöru, að gerast prestur, þeas. 10.000 af heildarhópnum og 5 úr 500 manna hópnum.
Er ekki frekar líklegt að þeir sem ekki hafa áhuga á hefðbundnu fjölskyldulífi séu tilbúnir í þá fórn sem skírlífi er? Líti jafnvel á það sem bónus að fá að vinna með börnum? Þannig að hugsanlega fari 3 af þessum 5 í prestaskóla og 1.000 af öllum hópnum. Það þýðir auðvitað að hlutfall þeirra sem voru í upphaflega 500 manna pottinum er talsvert hærra innan en utan kaþólsku kirkjunnar eða 0,3%.
Tölurnar sem ég nefni eru auðvitað tilbúnar. En þær skýra hvers vegna gera má ráð fyrir að þetta hlutfall gæti verið hærra innan kaþólsku kirkjunnar.
Aðeins toppurinn á ísjakanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Könnun á Íslandi
4.4.2010 | 12:45
Væri ekki fróðlegt að gera sambærilega könnun á Íslandi? Ef ég man rétt töldu um 40% sig vera trúaða fyrir nokkrum árum.
Sú könnun mætti vera ítarlegri,það væri gaman að sjá hverjir:
a) trúa á einhverja yfirnáttúrulega veru / fyrirbæri
b) trúa á að skapara
c) trúa á "persónulegan" guð
d) ef kristinn, trúa á upprisu
e) ef kristinn, trúa á meyfæingu
f) eru trúlausir
Sífellt færri trúa á guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Er kaþólska kirkjan siðblind?
2.4.2010 | 19:16
Ég hef auðvitað ekki haft mikið álit á kaþólsku kirkjunni gegnum tíðina og hefur rýrnað með hverju árinu. Ég er trúlaus en hef litlar athugasemdir við að fólk sé trúað ef það lætur mig og mína í friði...
En þessi kaþólska kirkja sem stofnun hlýtur að vera komin að leiðarlokum. Ekki nóg með að kynferðislegt ofbeldi hafi viðgengist í ríkum mæli innan hennar heldur var markvisst unnið að því að hylma yfir.
Og að voga sér svo að líkja því við kynþáttaofsóknir þegar gerðar athugasemdir við glæpi starfsmanna hennar og þá víðtæku yfirhylmingu sem átti sér stað í kjölfarið er hrein og klár siðblinda.
Og siðblind kirkja á sér varla nokkurn tilverurétt.
Líkti gagnrýni á páfa við gyðingaofsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.4.2010 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (165)